Veður

Veður


Fréttamynd

Hætt við flughálku á Öxnadalsheiði

Norðaustanlands skapast í dag aðstæður þar sem hætt er við frostrigningu og með flughálku, þegar milt og rakt loft flæðir yfir frostkalt yfirborð. Einkum frá Öxnadalsheiði og austur á Hérað.

Veður
Fréttamynd

Hvessir seinni­partinn og þykknar upp

Veðurstofan spáir fremur hægri, norðlægri og síðar austlægri átt og lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi og slyddu í innsveitum. Annars er búist við léttskýjuðu og fremur mildu veðri.

Veður
Fréttamynd

Ört dýpkandi lægð nálgast landið

Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða kalda eða strekkingi, og dálítilli vætu norðan- og austanlands. Annars má reikna með léttskýjuðu og að það lægi heldur í nótt. Hiti á landinu verður á bilinu núll til sjö stig, mildast syðst.

Veður
Fréttamynd

Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu

Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi.

Erlent
Fréttamynd

Norðan­átt og rigning og slydda með köflum

Veðurstofan spáir norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Úrkomulítið vestanlands, annars rigning eða slydda með köflum, einkum norðaustantil og þar má búast við snjókomu á heiðum.

Veður
Fréttamynd

Víða hálka í morguns­árið

Veðurstofa Íslands varar við því að ísing geti myndast á vegum og gangstéttum á vestanverðu landinu snemma í dag. Þá hafa Vísi borist ábendingar um að víða hafi verið hált á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Veður
Fréttamynd

Veðrið með ró­legasta móti

Veður er með rólegasta móti á landinu um þessar mundir. Veðurstofan segir norðlæga eða breytilega átt í vændum og vindur víðast hvar hægur. Það blæs aðeins með austurströndinni, fimm til tíu metrar á sekúndu á þeim slóðum.

Veður
Fréttamynd

Stöku skúrir eða él við norður­ströndina

Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt og verður hún víða hæg. Stöku skúrir eða él við norðurströndina og sums staðar dálítil væta austan- og suðaustanlands, en bjartviðri á Suðvestur- og Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Rigning, slydda og gular viðvaranir

Í dag er ekki spáð úrkomu sunnantil á landinu en norðantil verður rigning eða slydda. Búast má við snjókomu á heiðum. Vaxandi norðanátt er á landinu, víða 13-20 metrar á sekúndu. Gular viðvaranir taka gildi um norðanvert landið um hádegisbilið í dag.

Veður
Fréttamynd

Óvænt skýfall og fallin lauf sökudólgarnir

Það var allt á floti í höfuðborginni í dag þar sem flæddi inn í kjallara í Vesturbænum og víðar. Niðurföll höfðu ekki haft undan í vatnsveðrinu. Óvænt skýfall og fallin lauf eru sökudólgarnir.

Innlent