Draumaferð þúsunda ferðamanna endar sem Reykjavíkurferð Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Innlent 28. desember 2022 09:54
Snjókoma austantil og hríðarveður Veðurstofan á von á norðaustlægri átt á landinu í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu í fyrstu, en tíu til fimmtán norðvetantil. Eftir hádegi bætir svo í vind, norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu síðdegis, en fimmtán til 23 metrar á sekúndu suðaustanlands og á Austfjörðum. Veður 28. desember 2022 07:13
34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. Erlent 28. desember 2022 07:06
„Einhverjir áratugir síðan það hefur komið svona mikill snjór“ Samgöngur hafa raskast í dag vegna ófærðar en loka þurfti hluta hringvegarins um tíma. Búist er við að lægðin gangi niður í kvöld. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir íbúa þar ekki hafa séð annað eins í áratugi. Innlent 27. desember 2022 22:26
Rýmingu í Mýrdal aflétt Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. Innlent 27. desember 2022 15:20
Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. Innlent 27. desember 2022 15:05
„Sófinn er notalegri en skaflinn“ Í ljósi atburða undanfarinna daga vill Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetja alla til að huga vel að útbúnaði bifreiða sinna. Innlent 27. desember 2022 13:57
„Ég held að jólin séu bara eins og hver annar þriðjudagur hjá þeim“ Ófærð og fannfergi er víða um land en lægð gengur nú yfir landið. Samgöngur hafa raskast og er ekki búist við að lægðin gangi yfir fyrr en í kvöld. Innlent 27. desember 2022 12:25
„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist“ Framkvæmdastjóri Hópbíla segir forsvarsmenn fyrirtækisins eiga eftir að ná betra tali af bílstjóranum sem festi rútu sína í tvígang um helgina eftir að hafa ekki virt vegalokanir. Verið sé að afla allra gagna málsins. Innlent 27. desember 2022 11:06
Búið að opna Hellisheiði Hellisheiðin er nú opin í báðar áttir. Þá er einnig búið að opna vegina up Þrengsli og Sandskeið. Krýsuvíkurvegur og Suðurstrandarvegur eru enn ófærir. Reykjanesbrautinni er haldið opinni og búið er að opna Grindavíkurveg á ný. Innlent 27. desember 2022 10:08
Gul viðvörun á Suðausturlandi Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Suðausturlandi. Búist er við þrettán til tuttugu metrum á sekúndu með snjókomu en batna á vestan til á svæðinu eftir hádegi. Viðvörunin er þó í gildi til klukkan fjögur í dag. Innlent 27. desember 2022 09:34
Úrkomusvæðið færist austur eftir landinu í dag Nokkuð hefur snjóað á Suðvestur- og Suðurlandi í nótt og mun úrkomusvæðið fara austur eftir landinu í dag. Von er á nokkurri snjókomu á Suðausturland og síðar á Austfjörðum. Veður 27. desember 2022 07:16
Snjóþekja á stofnvegum og fólk hvatt til að fara varlega Þjóðvegurinn frá Hvolsvelli og til Víkur í Mýrdal er lokaður vegna veðurs en spáð var mikilli snjókomu á svæðinu í nótt. Vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs var lokaður fyrir almennri umferð í gær en Vegagerðin var þar með fylgdarakstur. Innlent 27. desember 2022 06:59
Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. Veður 26. desember 2022 21:28
Opið milli Markarfljóts og Víkur Búið er að opna á hringveginum milli Markarfljóts og Víkur. Enn er ófært austur frá Vík að Kirkjubæjarklaustri en stefnt er að opnun upp úr klukkan tvö í dag. Innlent 26. desember 2022 13:36
Rigning og rok á Tene: „Við verðum bara inni“ Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna. Lífið 26. desember 2022 11:59
Enn ein lægðin hrellir landsmenn „Í kvöld kemur enn ein kalda smálægðin úr vestri og mun hrella okkur með snjókomu og skafrenningi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Mest snjóar vestantil í kvöld og á Suður- og Suðausturlandi. Innlent 26. desember 2022 10:30
Víðtækar lokanir á Suðurlandi Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi. Innlent 26. desember 2022 10:20
Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum. Innlent 25. desember 2022 18:55
Varði aðfangadagskvöldi með ókunnugum strandaglópum í Keflavík „Þetta var ekki alveg aðfangadagurinn sem ég átti von á,“ segir Alexa, bandarísk kona sem ætlaði einungis að millilenda hér á landi í tvo klukkutíma í gær en endaði á því að verja jólunum í Keflavík þar sem flugi hennar til Bandaríkjanna var aflýst vegna veðurs. Innlent 25. desember 2022 18:50
Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. Innlent 25. desember 2022 16:29
Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. Innlent 25. desember 2022 14:45
Myndasyrpa: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. Veður 25. desember 2022 14:02
Milljónir Bandaríkjamanna strandaglópar Að minnsta kosti átján hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Erlent 25. desember 2022 12:16
Ofát og hálka varð fólki að falli í gær Fjöldi fólks leitaði á bráðamóttöku Landspítalans í gær og í nótt vegna hálkumeiðsla. Þá var nokkuð um að fólk leitaði sér aðstoðar vegna ofáts. Innlent 25. desember 2022 12:01
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. Innlent 25. desember 2022 08:45
Skyggni orðið afar slæmt Færð er tekin að spillast til muna á Suðurnesjum. Skyggni á Sandgerðis- og Garðskagavegi er afar slæmt og ökumenn eru beðnir um að fara um með mikilli aðgát. Innlent 24. desember 2022 15:56
Íbúar í Höfnum innilokaðir í fleiri sólarhringa Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl. Innlent 24. desember 2022 14:47
Starfsmenn Vegagerðarinnar bjartsýnir Þungfært er á nokkrum leiðum á Suðurlandi vegna snjókomu. Töluverð snjóþekja er á Hellisheiði og í Þrengslum. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru hins vegar bjartsýnir á að hægt verði að halda heiðinni opinni í dag, þrátt fyrir mikla umferð. Innlent 24. desember 2022 11:52
Níu látnir í Bandaríkjunum vegna veðurs Níu hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Látnu létust öll í bílslysum vegna hálku og slæmra akstursskilyrða. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og þúsundum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurs. Erlent 24. desember 2022 09:43