Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið ráðinn starfsmaður Miðflokksins. Innlent 31. janúar 2025 20:58
Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) samþykkti í dag innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Innlent 31. janúar 2025 19:27
Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett drög að reglugerð um endurskoðun á vöruúrvali, innkaupum og dreifingu ÁTVR á áfengi, í samráðsgátt. Innlent 31. janúar 2025 16:31
Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var fyrsti fulltrúi íslenskra stjórnvalda til þess að sækja alþjóðlega athöfn til minningar um fórnarlömb helfararinnar í Auschwitz. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýndi forsætisráðherra harðlega fyrir að sækja ekki minningarathöfnina, einn norrænna leiðtoga. Innlent 31. janúar 2025 15:55
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Nýleg ummæli Ingu Sæland, ráðherra félags- og húsnæðismála, vegna fréttaflutnings um styrki til stjórnmálaflokka og símtals við skólastjóra Borgarholtsskóla, er einungis nýjasta dæmið um skaðlega, ómálefnalega gagnrýni valdamanna á blaðamenn. Skoðun 31. janúar 2025 15:03
Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun halda þingflokksherbergi sínu í Alþingishúsinu og er því ljóst að ekkert verður af áður „boðuðu setuverkfalli“. Innlent 31. janúar 2025 14:35
Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu ACT4 . ACT4 var stofnað í lok árs 2022 og sér um að þróa og fjármagna framleiðslu á íslensku sjónvarps- og kvikmyndaefni fyrir alþjóðamarkað. Viðskipti innlent 31. janúar 2025 14:11
Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. Viðskipti innlent 31. janúar 2025 14:05
Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Samkomulag hefur náðst á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Fyrrverandi dómsmálaráðherra verður varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Innlent 31. janúar 2025 10:56
Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Innlent 31. janúar 2025 10:40
Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. Innlent 31. janúar 2025 10:17
Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti samhljóða að segja upp leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtækið North East Travel. Eigandi fyrirtækisins gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa sveitarfélagsins eftir lögreglurassíu þar í haust. Innlent 31. janúar 2025 08:38
Janúarblús vinstristjórnarinnar Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Skoðun 31. janúar 2025 08:00
Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Deilur standa nú yfir á þingi um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að víkja úr stærsta þingflokksherberginu, sem Samfylkingin ásælist. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn, en Sjálfstæðismenn segja það engu máli skipta. Innlent 30. janúar 2025 22:30
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. Innlent 30. janúar 2025 21:21
Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Karlar sendu inn fleiri umsagnir en konur en áætlað er að í umsögnunum sé að finna um tíu þúsund tillögur. Gervigreindarforrit hefur verið notað til að taka saman tillögurnar í fyrsta kasti en fjögurra manna hagræðingarhópur á að skila forsætisráðherra skýrslu um tillögurnar í síðasta lagi við lok næsta mánaðar. Innlent 30. janúar 2025 19:41
Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Íslenskrar erfðagreiningar á hendur Persónuvernd. Persónuvernd var sýknuð í Landsrétti af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar sem varðaði vinnu fyrirtækisins þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Innlent 30. janúar 2025 15:02
Skipaður skrifstofustjóri fjármála Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Guðmann Ólafsson skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 30. janúar 2025 14:56
Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. Innlent 30. janúar 2025 14:05
Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi. Innlent 30. janúar 2025 13:13
Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Fyrir meira en 10 árum skrifaði ég meistararitgerð þar sem ég m.a. tók saman nýlegar rannsóknir á stöðu grunnskóla á Íslandi. Á þeim tíma blasti við hræðileg staða í grunnskólanum sem afar brýnt var að bregðast við, það var ekki gert. Skoðun 30. janúar 2025 12:01
Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. Innlent 30. janúar 2025 11:39
Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 30. janúar 2025 10:42
Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Ákvörðun loftslagsráðherra um að halda áfram að nýta sveigjanleika í losunarbókhaldi Íslands byggðist á því mati að landið standist að óbreyttu ekki skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Ríkisjóður hefur þegar afsalað sér hátt í tíu milljörðum króna með því að nýta sér sveigjanleikann. Innlent 30. janúar 2025 07:03
Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður er nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Fyrst var greint frá á vef RÚV en Björn Ingi staðfesti ráðninguna við þau. Innlent 29. janúar 2025 18:43
Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðareglurnar eru unnar af forsætisnefnd en komið var að endurskoðun þeirra siðareglna sem gilt hafa um kjörna fulltrúa og voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogi árið 2015. Innlent 29. janúar 2025 16:17
Borgið til baka! Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Skoðun 29. janúar 2025 16:02
Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Ísland ver hæstu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða. Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Innlent 29. janúar 2025 14:58
Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Sérstök verkefnisstjórn, sem skipuð var af fyrrverandi ráðherra menningarmála í nóvember 2023, hefur skilað af sér tillögum um um uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Menning 29. janúar 2025 13:58
Vill ræða við Trump í síma Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu. Innlent 29. janúar 2025 11:49