Lélegasti leikur Chelsea síðan ég tók við Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagðist ekki geta fundið neinar afsakanir fyrir tapinu gegn Real Betis í Meistaradeildinni í gær og sagði leikinn hafa verið lélegustu frammistöðu liðsins síðan hann tók við því á sínum tíma. Sport 2. nóvember 2005 07:00
Chelsea tapaði fyrir Real Betis Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í ár í kvöld, þegar liðið lá á Spáni fyrir Real Betis 1-0. Chelsea-liðið var mun sterkara í leiknum, en leikmenn liðsins fóru illa með færin og geta sjálfum sér um kennt hvernig fór. Sport 1. nóvember 2005 21:45
Chelsea er undir í hálfleik Eiður Smári og félagar hans í Chelsea eru undir 1-0 í hálfleik gegn Real Betis í Meistaradeildinni og það var Dani sem skoraði mark heimamanna á 28. mínútu. Eiður Smári fór illa að ráði sínu þegar hann misnotaði sannkallað dauðafæri um miðjan hálfleikinn og var skipt útaf í kjölfarið. Liverpool hefur yfir gegn Anderlecht 1-0, þar sem Morientes skoraði mark enska liðsins. Sport 1. nóvember 2005 20:45
Eiður Smári í framlínu Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen verður í framlínu Chelsea í leiknum við Real Betis í Meistaradeildinni nú á eftir, þegar hann jafnar met Árna Gauts Arasonar yfir flesta leiki sem Íslendingur hefur spilað í Meistaradeildinni. Þetta verður 21. leikur Eiðs Smára. Sport 1. nóvember 2005 19:00
Chelsea mætir Real Betis Átta leikir eru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikur PSV Eindhoven og AC Milan verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:45, en leikur Chelsea og Real Betis er sýndur á sama tíma á Sýn Extra. Sá leikur er svo sýndur síðar um kvöldið á Sýn. Sport 1. nóvember 2005 16:00
Woodgate þakkaði sjúkraþjálfaranum Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate fagnaði marki sínu fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni í gær með því að stökkva í fangið á sjúkraþjálfaranum sínum sem stóð á hliðarlínunni og segir að hann sé maðurinn á bak við endurkomu sína úr meiðslum. Sport 20. október 2005 00:01
Auðveldur sigur Chelsea Chelsea burstaði Real Betis 4-0 á heimavelli sínum í kvöld. Ricardo Carvalho, Didier Drogba, Hernan Crespo og Joe Cole skoruðu mörk enska liðsins. Real Madrid valtaði yfir Rosenborg 4-1, eftir að hafa verið undir 1-0 í hálfleik. Sport 19. október 2005 00:01
Meistaradeildin á Sýn í kvöld Átta leikir eru á dagskrá í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld og aðalleikur kvöldsins á Sýn er viðureign Chelsea og Real Betis, síðar um kvöldið verður svo leikur Anderlecht og Liverpool á dagskrá, en sá leikur verður í beinni á Sýn Extra. Leikirnir hefjast klukkan 18:30, en þar á undan verður upphitun með Guðna Bergs. Sport 19. október 2005 00:01
Rosenborg er yfir gegn Real Madrid Nú er kominn hálfleikur í leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hefur örugga 2-0 forystu gegn Real Betis, þar sem Drogba og Carvalho skoruðu mörkin, en Real Madrid er undir 1-0 gegn Rosenborg á heimavelli. Sport 19. október 2005 00:01
Ferguson ekki kátur með jafnteflið Alex Ferguson var ekki par hrifinn af leik franska liðsins Lille í Meistaradeildinni í gær og sagði liðið aldrei hafa reynt að vinna leikinn. Einnig þótti honum rauða spjaldið sem Paul Scholes fékk í leiknum vera ansi strangur dómur. Sport 18. október 2005 00:01
Giggs verður frá í nokkrar vikur Ryan Giggs hjá Manchester United verður frá keppni í allt að sex vikur vegna kinnbeinsbrots sem hann hlaut í leiknum við Lille í Meistaradeildinni í gærkvöld og eykur þar með enn á ófarir liðsins, sem hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli á leiktíðinni. Sport 18. október 2005 00:01
Henry í metabækurnar Thierry Henry varð í gærkvöldi markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi, þegar hann skoraði tvö mörk í sigri Arsenal á Sparta Prag í Meistaradeildinni. Hann hefur nú skorað alls 186 mörk fyrir félagið, eða einu meira en Ian Wright. Sport 18. október 2005 00:01
Ótrúleg endurkoma Henry Leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni er lokið og óhætt að segja að Thierry Henry hjá Arsenal hafi verið maður kvöldsins, en hann tryggði liði sínu 2-0 sigur í Prag með tveimur mörkum, eftir að hafa komið inná sem varamaður eftir aðeins fimmtán mínútna leik. Sport 18. október 2005 00:01
Wenger hrósaði Henry Arsene Wenger er yfir sig ánægður með gengi sinna manna í Arsenal í Meistaradeildinni í ár og þá ekki síður með framherja sinn Thierry Henry, sem í gærkvöld varð markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum á Sparta Prag. Sport 18. október 2005 00:01
Cissé líklegur gegn Anderlecht Rafael Benitez segir vel koma til greina að nýta hungur franska framherjans Djibril Cissé með því að gefa honum tækifæri í byrjunarliðinu gegn Anderlecht í Meistaradeildinni annað kvöld, en liðin eigast við í G-riðli. Sport 18. október 2005 00:01
Giggs verður fyrirliði Ryan Giggs er kominn inn í byrjunarlið Manchester United á ný og verður fyrirliði liðsins í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni nú á eftir. Manchester United mun spila kerfið 4-3-3 í leiknum og Darren Fletcher mun taka stöðu Park Ji-Sung á miðjunni. Sport 18. október 2005 00:01
Meistaradeildin á Sýn í kvöld Nokkrir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og aðalleikur kvöldsins á Sýn verður stórleikur Bayern Munchen og Juventus, en útsending hefst klukkan 18:30. Þá verður leikur Manchester United og Lille sýndur klukkan 21:20, en hann er sýndur beint á Sýn Extra klukkan 18:30. Sport 18. október 2005 00:01
Henry kom Arsenal yfir Thierry Henry er búinn að koma liði Arsenal yfir gegn Sparta Prag í Tékklandi, en liðin eigast við í Meistaradeildinni. Eins og fram kom í frétt hér á vefnum fyrir nokkrum mínútum, var Henry á varamannabekk liðsins í kvöld, en hann kom inná fyrir Jose Antonio Reyes eftir aðeins fimmtán mínútna leik og skoraði mark sex mínútum síðar. Sport 18. október 2005 00:01
Henry á bekknum hjá Arsenal Thierry Henry verður á varamannabekknum hjá Arsenal í leiknum gegn Sparta Prag í Meistardeildinni á eftir, en Pascal Cygan og Kolo Toure verða vörninni. Þá koma þeir Robin van Persie og Gilberto aftur inn í liðið. Sport 18. október 2005 00:01
Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú er kominn hálfleikur í leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu. Aðeins fjögur mörk hafa litið dagsins ljós til þessa og þar af eru tvö þeirra í leik Bayern Munchen og Juventus, sem fyrirfram hefði ef til vill ekki verið talinn markaleikur umferðarinnar. Sport 18. október 2005 00:01
Rooney verður í banni gegn Lille Manchester United verður án Wayne Rooney í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni annað kvöld, en liðið getur huggað sig við að Ryan Giggs kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af leiknum gegn Sunderland um helgina vegna tognunar á læri. Sport 17. október 2005 00:01
Henry í hópnum gegn Sparta Prag Thierry Henry hefur óvænt verið settur inn í leikmannahóp Arsenal fyrir leikinn gegn Sparta Prag í Meistaradeildinni annað kvöld, en mikil meiðsli eru í hóp Arsenal þessa dagana. Henry hefur ekki spilað leik fyrir Arsenal síðan í lok ágúst vegna nárameiðsla. Sport 17. október 2005 00:01
Lampard vill Crouch í landsliðið Leikur Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni í gær var nokkuð stíft leikinn og mikið var um hörð návígi. Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og lykilmaður í enska landsliðinu, gaf sér þó tíma til að hrósa landa sínum leggjalanga, Peter Crouch, og telur að hann ætti að eiga fast sæti í landsliði Englendinga. Sport 29. september 2005 00:01
Chelsea er hrætt við okkur Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Chelsea-liðið sé líklega hrætt við Liverpool og segir að dómarinn hafi sleppt þremur augljósum vítaspyrnum í leik liðanna í Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Sport 29. september 2005 00:01
Við erum betri núna Rafael Benitez telur að Liverpool sé með betra lið nú en í fyrra og segir að það muni ráða úrslitum í annars jafnri viðureign liðsins við Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, rétt eins og í slag liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Sport 28. september 2005 00:01
Leikjum lokið í Meistaradeid Leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu í kvöld er nú lokið. Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á Anfield eins raunar margir reiknuðu með. Leikurinn var mjög harður, en hvorugt lið gaf nokkurt færi á sér eða tók áhættu í sóknarleiknum. Sport 28. september 2005 00:01
Liverpool - Chelsea að byrja á Sýn Leikur Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu er nú að hefjast og verður hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári er á varamannabekknum hjá Chelsea, sem vilja eflaust hefna ófaranna frá í fyrra, þegar þeir duttu út úr meistaradeildinni á Anfield. Sport 28. september 2005 00:01
Mourinho hugsar enn um "markið" Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur nú enn vakið athygli á þeirri ósk sinni að tekinn verði upp búnaður til að ákvarða hvort boltinn fer inn fyrir línuna í leikjum á Englandi og í Meistaradeildinni, eftir að lið hans féll úr Meistaradeildinni í fyrra á vafasömu marki á Anfield. Sport 28. september 2005 00:01
Jafnt hjá Liverpool og Chelsea Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Enn er markalaust á Anfield þar sem Liverpool tekur á móti Chelsea í stórleik kvöldsins. Sport 28. september 2005 00:01
Leikjum lokið í Meistaradeildinni Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Sport 27. september 2005 00:01