

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð
Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður.

Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu
Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi.

Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt og handtóku meðal annars mann sem grunaður er um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik.

Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt
Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni.

Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi
Bílstjóri steypubíls, sem ók á dreng á Ásvöllum í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að hann lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Þetta staðfestir Hildur Sunna Pálmadóttir sviðsstjóri hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur
Ökumaður vörubifreiðar sem ók á átta ára dreng á hjóli á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, með þeim afleiðingum að drengurinn lést, veitti umferð hjólandi vegfarenda ekki athygli áður en slysið varð. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ráðist í götulokanir við Hjalteyrargötu og Fiskitanga á Akureyri vegna tilfærslu sprengju sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag.

Eldur í bifreið og útihúsgögnum
Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til þegar kviknaði í bifreið og útfrá útikerti. Engin slys urðu á fólki.

Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál
Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð.

Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað
Maðurinn sem ákærður er fyrir að bana hjónum í Neskaupstað neitaði sök. Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Austurlands.

Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan
Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu í gær eftir að hafa verið „hent út af bar sökum ölvunar“. Sagði maðurinn farir sínar ekki sléttar en honum hefði verið meinað um að leysa út vinning í spilakassa áður en honum var vísað út.

Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar.

Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Frá klukkan fimm í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun var 61 mál bókað í kerfum lögreglu. Þá gista fjórir í fangageymslu í nótt.

Þungt haldinn á gjörgæslu
Ökumaður bílsins sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn er enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.

Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar
Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt.

Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga
Ungmenni skar sig eftir að múrstein var kastað í gegnum rúðu. Ungmennið sat inni og skar sig á glerbrotunum þar. Málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjallað er um það í dagbók lögreglunnar í dag. Málið er skráð hjá lögreglustöð 1 sem er í Miðbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnesi. Ekki kemur fram frekari staðsetning.

Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar
Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar.

Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri
Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum.

Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn
Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál.

Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri
Ökumaður bifreiðar sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag er íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri. Hann liggur á gjörgæsludeild Landspítala.

Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi eftir að tilkynning barst um að hann væri með oddhvöss vopn meðferðis.

Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir.

Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt.

Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri
Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt.

Ástand mannsins mjög alvarlegt
Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum.

Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni sem sagður var ógna fólki nærri Hallgrímskirkju. Vitni sögðu hann hafa hrint fólki og hrækt á það.

Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi
Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt.

Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ungmennum sem höfðu kastað flugeldum upp á svalir fjölbýlishúss í gærkvöldi. Einnig hafði lögreglan afskipti af börnum sem köstuðu snjóboltum í bíla með þeim afleiðingum að ökumenn misstu nærri stjórn á bílum sínum.

Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt
Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. janúar. Þeir eru sakaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla lagði hald á mikið magn fíkniefna í byrjun október.

Eldur og skemmdir vegna flugelda
Lögreglu var í nótt tilkynnt um eld á svölum í Grafarvogi sem talið er að hafi kviknað út frá flugeldum sem var skotið á svalirnar. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að eldurinn hafi verið töluverður.