Tekur Pavel við Keflavík? Karlalið Keflavíkur í körfubolta er í þjálfaraleit eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu í gær. Magnús Þór Gunnarsson stýrir liðinu á fimmtudaginn kemur en félagið leitar þjálfara til að stýra liðinu út leiktíðina. Körfubolti 4. febrúar 2025 13:31
Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Það var að frumkvæði þjálfarins Péturs Ingvarssonar að leiðir hans og liðs Keflavíkur í körfubolta skildu eftir einlæg samtöl hans og stjórnar að sögn framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Leit að nýjum þjálfara hefst nú en sá verður ekki kominn í brúnna fyrir næsta leik liðsins á fimmtudaginn kemur. Körfubolti 4. febrúar 2025 12:30
Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Valsmenn hafa ákveðið að segja skilið við bandaríska leikmanninn Sherif Ali Kenney sem leikið hefur með liðinu í vetur. Körfubolti 4. febrúar 2025 10:00
Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Það gekk á ýmsu undir lok félagsskiptagluggans í Bónus deild karla í körfubolta sem lokaði á föstudagskvöld. Sífellt stærri prófílar koma hingað til lands að spila og erlendir leikmenn sjaldan, ef einhvern tíma, verið eins margir í efstu deild. En hvenær á að segja stopp? Körfubolti 4. febrúar 2025 09:32
Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Nico Harrison, framkvæmdastjóri NBA-liðsins Dallas Mavericks, tók í gikkinn á einum ótrúlegustu skiptum í sögu deildarinnar þegar Luka Dončić var skipt til Los Angeles Lakers. Harrison segir skiptin passa inn í framtíðarsýn og menningu Dallas-liðsins. Körfubolti 4. febrúar 2025 07:02
Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Sextánda umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fór fram um liðna helgi. Þar sýndu leikmenn listir sínar og að sjálfsögðu fór Körfuboltakvöld yfir bestu tilþrif umferðarinnar. Körfubolti 3. febrúar 2025 23:32
Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. Körfubolti 3. febrúar 2025 19:11
Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segist fordæma allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Sport 3. febrúar 2025 19:05
„Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aðalmálið í Lögmálum leiksins í dag er að sjálfsögðu risaskiptin á milli Dallas Mavericks og LA lakers, á þeim Luka Doncic og Anthony Davis, og eru sérfræðingarnir ekki alveg sammála um hversu galin þau séu. Körfubolti 3. febrúar 2025 15:00
Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Leikmenn körfuboltaliðs Aþenu í efstu deild kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi af hálfu þjálfara síns Brynjars Karls Sigurðssonar. Körfubolti 3. febrúar 2025 13:04
Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Breski körfuboltamaðurinn Callum Lawson er genginn aftur til liðs við Keflavík og mun leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu í Bónus deild karla. Körfubolti 3. febrúar 2025 12:58
Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. Körfubolti 3. febrúar 2025 09:02
„Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Sigtryggur Arnar Björnsson var stigahæsti leikmaður Tindastóls sem vann toppslaginn gegn Stjörnunni. Hann segir andlegan styrk einkenna liðið og líst vel á lokasprettinn sem framundan er. Körfubolti 2. febrúar 2025 22:36
„Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Þór Þorlákshöfn vann Hauka með minnsta mun 99-100 á útivelli. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var fyrsti sigur Þórs á útivelli síðan 24. október. Sport 2. febrúar 2025 19:32
Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Þórsarar unnu Hauka í bráðfjörugum leik. Eftir þrjá leikhluta benti lítið til þess að Haukar myndu koma til baka en heimamenn komust yfir þegar innan við mínúta var eftir og úr varð æsispennandi leikur. Þórsarar unnu að lokum með minnsta mun 99-100.Þetta var fyrsti sigur Þórs Þorlákshafnar á útivelli síðan 24. október á síðasta ári. Körfubolti 2. febrúar 2025 18:47
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tindastóll vann sterkan átta stiga sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í toppslag Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 82-90. Körfubolti 2. febrúar 2025 18:30
Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Bilbao unnu langþráðan 16 stiga sigur er liðið tók á móti Forca Lleida í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 2. febrúar 2025 17:55
Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Tvö efstu lið Bónus deildar karla í körfubolta mætast í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld. Þetta eru tvö efstu lið deildarinnar og þetta er því hálfgerður úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Körfubolti 2. febrúar 2025 14:00
Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson hefur verið duglegur að finna liðsfélaga sína í EuroLeague deildinni í vetur. Körfubolti 2. febrúar 2025 12:01
Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. Körfubolti 2. febrúar 2025 10:23
Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. Körfubolti 2. febrúar 2025 07:28
Grátlegt tap í framlengdum leik Styrmir Snær Þrastarson og félagar hans í Belfius Mons máttu þola grátlegt þriggja stiga tap gegn Den Helder í sameiginlegri deild Belgíu og Hollands í körfubolta í kvöld. Körfubolti 1. febrúar 2025 20:48
Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Maroussi máttu þola fimm stiga tap er liðið tók á móti Aris í botnslag grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í dag, 73-78. Körfubolti 1. febrúar 2025 17:39
„Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Grískir bræður munu spila saman í Tindastólsbúningnum í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og það var ekki að sjá annað á frammistöðu Giannis Agravanis í síðasta leik að hann væri kátur með að vera að fá stóra bróðir í liðið. Körfubolti 1. febrúar 2025 12:28
Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Ármann fagnaði ellefta sigri sínum í röð í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þegar Laugardalsliðið vann fimmtíu stiga stórsigur á b-liði Keflavíkur. Körfubolti 1. febrúar 2025 12:22
Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Devin Booker var ekki valinn til að taka þátt í stjörnuleik NBA deildarinnar. Hann telur tímabært að stækka stjörnuleikinn þannig að bæði stjörnuliðin megi hafa fimmtán leikmenn, líkt og liðum í deildinni hefur verið leyft undanfarin fjögur tímabil. Körfubolti 31. janúar 2025 23:15
„Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var hvorki sáttur við spilamennsku leikmanna né störf dómaranna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir KR í Bónus-deild karla í körfubolta í Vesturbænum í kvöld. Körfubolti 31. janúar 2025 22:21
Búbbluhausinn verður í banni Isaiah Stewart hefur verið dæmdur í eins leiks bann, án launa, í NBA deildinni eftir að hafa safnað upp sex óíþróttamannslegum villum á sig á tímabilinu. Hann mun taka bannið út í kvöld, á sama tíma og Detroit Pistons mun gefa búbbluhaus í hans mynd. Körfubolti 31. janúar 2025 20:45
Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga KR vann dýrmætan fjögurra stigur, 97-93, þegar liðið tók á móti Keflavík í 16. umferð Bónus deildar karla. Keflvíkingar lentu mest sautján stigum undir en tókst að jafna í fjórða leikhluta, KR bar þó af þegar allt kom til alls. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik en KR hefur nú safnað sextán stigum. Körfubolti 31. janúar 2025 18:46
Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Leik Hauka og Þórs Þorlákshafnar sem átti að fara fram í 16. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld hefur verið frestað. Leikurinn er kominn á dagskrá sunnudaginn 2. febrúar kl. 17:00. Körfubolti 31. janúar 2025 18:17