

Körfubolti
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

„Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“
Bragi Hinrik Magnússon er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af stöðu íslenska leikmanna í Bónus deild karla í körfubolta.

Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð
Þór Þorlákshöfn vann sterkan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti Álftanesi í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-78.

Bronny með persónulegt stigamet
Sonur LeBrons James, Bronny, skoraði þrjátíu stig þegar South Bay Lakers tapaði fyrir Valley Suns, 106-100, í G-deildinni í körfubolta.

Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“
Í tilraun sinni til að hleypa fersku lífi í karlalið ÍR í körfubolta ákváðu forráðamenn félagsins að ráðast í þjálfarabreytingar og ráða inn gamlan vin, Borche Ilievski. Hann hefur aðeins eitt markmið í huga. Að koma ÍR aftur í úrslitaeinvígi efstu deildar.

„Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“
Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Haukum nú í kvöld. KR-ingar léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik en áttu afleitan kafla í þriðja leikhluta þar sem Haukum tókst að saxa vel á forskot KR.

„Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“
Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, hefði viljað sjá lið sitt stíga betur út í fráköstum og nýta opin sniðskot betur þegar lið hans laut í minni pokann og tapaði fyrir Stjörnunni í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld.

Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt
Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls, var að vonum kátur eftir sigur liðsins á Njarðvíkingum í kvöld.

„Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“
Baldur Þór Ragnarsson er með lið sitt, Stjörnuna, á toppi Bónus-deildar karla í körfubolta en fjögurra stiga sigur Garðabæjarliðsins á móti Keflavík í kvöld þýðir að liðið hefur ennþá tveggja stiga forskot á Tindastól á toppnum.

Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði
Tindastóll tapaði tvisvar fyrir Keflavík með nokkra daga millibili á síðustu dögum en það gekk miklu betur hjá þeim á móti hinu Reykjanesbæjarliðinu í kvöld.

Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð
ÍR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig á Egilsstaði.

Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum
KR-ingar sóttu sigur í Ólafssal í kvöld og unnu níu stiga sigur, 97-88. Haukar höfði unnið Val í síðasta leik en áttu fá svör framan af á móti Vesturbæingum í kvöld.

Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga
Stjörnumenn stöðvuðu sigurgöngu Keflvíkinga með 97-93 sigri sínum í hörkuleik liðanna í 10. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld.

Meistararnir mæta Haukum
Dregið var í átta liða úrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í hádeginu. Bikarmeistarar Keflavíkur í karlaflokki drógust gegn botnliði Bónus deildarinnar, Haukum.

GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“
„Það var svo gaman síðast að við ákváðum að endurtaka þetta,“ segir Pavel Ermolinskij um þá ákvörðun GAZ-manna að beina sjónum sínum að Sauðárkróki í kvöld, á leik Tindastóls og Njarðvíkur.

Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða
Fyrsta bandaríska konan sem spilaði körfubolta á Íslandi, Penni Peppas, var meðal þeirra sem var til umfjöllunar í þriðja þætti Kanans. Hún kom hingað til lands haustið 1994 og vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína inni á vellinum og fyrir það að læra íslensku á undraverðum hraða.

Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum
Keflavík vann nítján stiga sigur gegn Stjörnunni 105-86. Heimakonur voru yfir allan leikinn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

„Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“
Stjarnan tapaði gegn Keflavík á útivelli 105-86. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og Ólafi Jónasi Sigurðssyni, þjálfari Stjörnunnar, fannst niðurstaðan sanngjörn.

Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni
Snæfell hefur tekið þá stóru ákvörðun að hætta þátttöku í 1. deild kvenna í körfubolta í vetur.

Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld
Haukar komust aftur á sigurbraut í Bónus deild kvenna í körfubolta með stórsigri á nýliðum Hamars/Þórs í kvöld en leikurinn var spilaður í Þorlákshöfn í kvöld.

Elvar framlagshæstur í Evrópusigri
Elvar Már Friðriksson átti mjög góðan leik í kvöld með gríska félaginu Maroussi í góðum sigri í Evrópubikarnum.

Drungilas í eins leiks bann
Adomas Drungilas, leikmaður körfuboltaliðs Tindastóls, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd vegna háttsemi sinnar í leik gegn Álftanesi í Bónus deild karla.

Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum
Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var gestur í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum
Andri Már Eggertsson skellti sér á leik Álftaness og Stjörnunnar í Bónus-deild karla á föstudagskvöldið. Grannaslagur og mikið lagt í sölurnar hjá Álftnesingum. Hann fékk stemninguna beint í æð.

Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn
Indverska körfuboltakonan Poonam Chaturvedi hefur vakið athygli og þar á meðal hjá Alþjóða Körfuknattleikssambandinu sem birti myndband með henni á miðlum sínum.

Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins
Bandaríska fréttatímaritið Time valdi körfuboltakonuna Caitlin Clark Íþróttamann ársins í ár.

„Ég var alveg smeykur við þennan leik”
„Þetta var naumur sigur en við gleðjumst yfir því,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að liðið hans fór með 66-60 sigur af hólmi gegn Grindavík í kvöld.

Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan
Norðanliðin Þór frá Akureyri og Tindastóll frá Sauðárkróki unnu bæði góða heimasigra í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin
Njarðvíkurkonur sóttu tvö stig til Grindvíkinga í Smáranum í kvöld eftir að hafa unnið sex stiga sigur, 66-60, í sveiflukenndum spennuleik.

Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket héldu sigurgöngu sinni áfram í Evrópubikarnum í kvöld.

Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík
Grindvíkingar hafa gert breytingar á leikmannahópi sínum fyrir seinni hluta leiktíðarinnar í Bónus-deild karla í körfubolta.