Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Félagsþjónusta auðmanna

Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lúterskir leiðindapúkar

Stundum verður maður ótrúlega þreyttur á hvað þessi þjóð er lútersk og leiðinleg. Sammælist um að gera hvunndaginn að endalausum táradal og ef einhver vogar sér í grámyglu skamm-degisins að gera sér glaðan dag þá rjúka allir harðlífismenn þjóðarinnar upp til handa og fóta og hneykslast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxtalækkun fyrir kosningar?

Fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun að ekki verði tilefni fyrir Seðlabankann að lækka vexti fyrr en um mitt sumar. Ástæðan er að allt er á fullu svingi enn sem komið er í hagkerfinu og kólnunareinkennin láta lítið á sér kræla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stríðslán uppgreitt

Um áramótin síðustu greiddu Bretar Bandaríkjamönnum lokagreiðslu af láni sem tekið var í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Bretar fengu á stríðsárunum um 30 milljarða Bandaríkjadala í formi efnahagsaðstoðar Franklins D. Roosevelt Bandaríkjaforseta til bandamanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Finnair flýgur á skýrslu

Hlutabréf í Finnair hækkuðu um fjögur prósent á miðvikudaginn eftir að ABN Amro sendi frá sér skýrslu um evrópsk flugfélög þar sem mælt var með kaupum á bréfum finnska flugfélagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn...

Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og eigandi Talnakönnunar og Heims, er glöggur maður og skrifar oft hnyttinn og hittinn texta. Hann hefur árum saman haldið úti því merka tímariti Vísbendingu þar sem ýmis hagræn málefni eru krufin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar fylgjast með

Íslendingar hyggjast nú athuga hvort landið geti tekið upp evru sem gjaldmiðil án þess að ganga í Evrópubandalagið, sagði í frétt færeyska útvarpsins í byrjun vikunnar. Þar var vitnað til orða Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra um að hún vildi í fullri alvöru láta skoða möguleikann á upptöku evrunnar án Evrópusambandsaðildar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup, Land og Glit

Þær fregnir berast nú utan úr heimi að bankarisinn Citigroup hyggi á nýtt nafn. Vatnið verður vitanlega ekki sótt yfir lækinn og nýja nafnið mun verða Citi sem er einföld stytting á núverandi nafni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eini góði bankinn

Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan er steri

Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bitlausir vextir

Á morgunverðarfundi Landsbankans í vikunni um horfur á hlutabréfamarkaði greindi Edda Rós Karlsdóttir frá því að eftir að Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti fyrir nærri þremur árum hefði Úrvalsvísitalan hækkað um 150 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Norska blaðið Dagens Næringsliv rifjaði upp spár nokkurra sérfræðinga sem fengnir voru til að gefa ráð um hvaða félög myndu gefa besta ávöxtun árið 2006. Einn þessara sérfræðinga var Jan Petter Sissener, hinn litríki forstjóri Kaupþings í Noregi, og kom hann ágætlega út í samanburði við aðra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn...

Umræðan um evruna er á fleygiferð og kannski meiri ferð en henni er hollt á köflum. Þannig var umræðan búin að flytja uppgjör Kaupþings í evrur, en ekki verður af því á árinu. Vilji er örugglega til þess í fjármálastöfnunum að fara slíka leið þegar fram líða stundir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úr Kaupthing í Kaupthing

Iceland Review sendir reglulega smáfréttir og pistla á ensku út á öldur netsins. Einn pistill þessa dagana er smá yfirferð á því helsta sem hefur verið að gerast í rólegri tíð hér norður á Fróni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að evra eða ekki evra

Fullyrt er á markaði að fjármálafyrirtækin vilji í stórum stíl færa eigið fé sitt í evrur. Þannig gengur sú saga að Seðlabankinn hafi stöðvað Kaupþing í að ganga þetta skref, en síðan hafi Straumur-Burðarás farið þessa leið. Gjaldeyrisjöfnuður bankanna gefur svo til kynna að ef heldur fram sem horfir verði ekki um stóra breytingu að ræða verði skrefið stigið til fulls. Eigið fé verði mest megnis komið í evrur hvort eð er.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verður allt að vopni

Íslands ógæfu verður allt að vopni, var eitt sinn sagt þegar hver óáranin rak aðra. Kaupþingsmenn hafa fengið sinn skerf að undanförnu. Þannig hefur auglýsingum þeirra verið snúið upp á háa vexti og miklar skuldir landsmanna með grátandi fólki. Þar við bætist umræða um flottræfilshátt vegna auglýsinga með John Cleese og svo hefur árlegt partí í London verið milli tanna einhverra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Það er kunnugra en frá þarf að segja að það er erfitt að spá, einkanlega um framtíðina. Mat á verðmæti fyrirtækja eru að hluta til vísindi, en að hluta til huglægt fyrirbæri og því er munur á slíku mati milli greinenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að toppa Jones

Hið árlega ármótapartí Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Kaupþings í London, verður haldið með pompi og prakt nú um helgina. Þessar veislur eru fyrir löngu orðnar stórviðburður í viðskiptaheiminum. Á árum áður brá Ármann sér á svið og söng Delilu Toms Jones, en í fyrra mætti Tom Jones sjálfur og skemmti gestum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slúður og vangaveltur

Menn eru farnir að velta því fyrir sér hver næstu skref Baugs verði í Bretlandi og spá margir í framvinduna í hinni munaðarlausu verslanakeðju Woolworths. Þar heldur Baugur utan um þrettán prósenta hlut með beinum og óbeinum hætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Bjartsýni landans virðist vera mikil í upphafi nýs árs því árið hófst með mikilli flugeldasýningu á hlutabréfamarkaði og lofar byrjunin góðu. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,84 prósent á fyrsta viðskiptadegi og stóð í 6.528 stigum í dagslok.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Staðgreitt himnaskraut

Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breyttir tímar

Hlutabréfavelta á síðasta viðskiptadegi ársins 2006 slagaði hátt upp í alla veltu ársins 2001 á innlendum hlutabréfamarkaði. Veltan síðastliðinn föstudag nam tæpum 113 milljörðum króna sem mestmegnis var tilkomin vegna færslu á eignarhlut FL Group í Glitni frá Íslandi til Hollands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Fjármálaeftirlitið birti á vef sínum í gær breytingu á skilgreiningu í leiðbeinandi tilmælum um efni starfsreglna stjórna fjármálafyrirtækja um hverjir teljist venslaðir fjármálafyrirtækjum. Hluti var þar undanskilinn skýrslugjöf um fyrirgreiðslur sem áður þurfti að skila reglulegum skýrslum um.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn

Markaðsvirði FL Group er komið yfir 200 milljarða króna í fyrsta skipti. Félagið hefur hækkað á undanförnum dögum sem rekja má til væntinga um að ráðist verði í stór verkefni. Geta FL til að ráðast í nýjar fjárfestingar nemur um 200 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármagna nágrannana

Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppgangur innan klæða

Danir eru sterk verslunarþjóð og eiga langa sögu sem slík, enda þótt við teljum okkur auðvitað þeim fremri á öllum sviðum nema í fótbolta.

Viðskipti erlent