Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Breiðablik vann 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli í undanúrslitum Lengjubikars kvenna og mun mæta annað hvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleik. Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sigurmarkið með lúmsku skoti rétt fyrir leikslok. Íslenski boltinn 21.3.2025 20:05
Pedersen framlengir við Val Patrick Pedersen, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Val. Íslenski boltinn 21.3.2025 15:48
Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Besta deildin hefur upphitun sína fyrir fótboltasumarið formlega í dag þegar fyrsta auglýsing deildarinnar fer í loftið. Íslenski boltinn 21.3.2025 12:03
„Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ Ari Sigurpálsson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta en hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Ari kveður Víking með söknuði en tímapunkturinn réttur að taka næsta skref á hans ferli. Fótbolti 20. mars 2025 09:32
Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Fótboltasumarið er handan við hornið og Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gengið frá samningum við sína helstu styrktaraðila. Íslenski boltinn 19. mars 2025 17:03
„Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, segir bann fyrirliða félagsins vegna veðmálabrota vera högg. Hann kveðst viss um að töluvert sé um veðmál hjá leikmönnum hérlendis. Íslenski boltinn 19. mars 2025 12:30
Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang. Íslenski boltinn 19. mars 2025 09:31
Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald. Íslenski boltinn 18. mars 2025 21:28
„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Kristinn Freyr Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Val í Bestu deild karla í knattspyrnu til loka tímabilsins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag, þriðjudag. Íslenski boltinn 18. mars 2025 20:32
Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða bann vegna veðmálaþátttöku. Íslenski boltinn 18. mars 2025 17:59
Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Verktakarnir sem unnið hafa við gerð varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og stærstu birgjar þeirra, hafa nú tekið höndum saman og verða aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Grindavíkur. Íslenski boltinn 18. mars 2025 08:32
Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Utanaðkomandi styrkir til knattspyrnudeildar Fram voru rúmlega 143 milljónum króna hærri í fyrr en árið 2023. Þar spilar inn í veglegur arfur sem deildin fékk. Íslenski boltinn 18. mars 2025 07:31
Leifur Andri leggur skóna á hilluna Leifur Andri Leifsson hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna. Hann mun því ekki spila með HK í Lengjudeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Frá þessu greindi félagið á mánudagskvöld. Íslenski boltinn 17. mars 2025 20:30
Frá Króknum á Hlíðarenda Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 17. mars 2025 18:16
Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Hinn þrítugi Simon Hjalmar Friedel Tibbling er við það að ganga í raðir Fram. Á hann að styrkja miðsvæði liðsins í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 17. mars 2025 17:45
Víkingur missir undanúrslitasætið Víkingur spilar ekki í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta. Liðinu var dæmdur ósigur í leiknum gegn Keflavík á föstudaginn þar sem það tefldi fram ólöglegum leikmanni. Íslenski boltinn 17. mars 2025 16:04
Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Þriðja þáttaröð af Lengsta undirbúningstímabili í heimi hefst í kvöld. Í fyrsta þættinum verða nýliðar Aftureldingar í Bestu deild karla teknir fyrir. Íslenski boltinn 17. mars 2025 14:49
Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Víkingar hafa samþykkt að selja einn sinn besta leikmann, Ara Sigurpálsson, til sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg nú þegar þrjár vikur eru í þeirra fyrsta leik á nýrri leiktíð í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 17. mars 2025 08:31
„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Ný aðstaða fyrir knattspyrnudeild Skagamanna mun gjörbreyta landslaginu fyrir félagið. Íslenski boltinn 17. mars 2025 08:00
Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Eyþór Aron Wöhler skoraði sigurmarkið þegar Fylkir komst í kvöld í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta. Íslenski boltinn 14. mars 2025 21:11
Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í gær að innleiða svokallaða átta sekúndna reglu í mótum sínum hér á landi. Reglan á að taka á leiktöf og hraða leiknum. Íslenski boltinn 14. mars 2025 15:19
Markvörður FH fer heim til Keflavíkur FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagsskipti markvarðarins Sindra Kristins Ólafssonar en þetta kemur fram á miðlum FH-inga í kvöld. Íslenski boltinn 13. mars 2025 19:12
Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Baldur Sigurðsson mun venju samkvæmt hita upp fyrir fótboltasumarið með því að hitta lið úr Bestu deildunum á æfingum. Íslenski boltinn 13. mars 2025 17:01
Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, er ekki skemmt eftir að einn af leikmönnum liðsins, Alex Freyr Elísson, skrópaði á æfingu í æfingaferð Framara á Spáni. Íslenski boltinn 13. mars 2025 14:32