Snorri missir ekki svefn, ennþá Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fagnar því að fá fágætan landsliðsglugga til að fara yfir málin með strákunum okkar. Hann hlakkar til leiks kvöldsins við Bosníu í Laugardalshöll. Handbolti 6. nóvember 2024 14:31
Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Handbolti 4. nóvember 2024 13:30
„Vel liðið eftir minni eigin sannfæringu og fylgi því“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta kemur bráðum saman og hefur keppni í undankeppni Evrópumótsins 2026. Augu liðsins eru þó einnig á undirbúningi fyrir næsta stórmót. Sjálft heimsmeistaramótið í janúar Þeir fáu dagar sem liðið fær saman á næstu mánuðum eru mikilvægir og segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hug sinn vafalaust á öðrum stað en hugur leikmanna á þessum tímapunkti. Snorri gerir eina stóra breytingu á hópi Íslands. Sveinn Jóhannsson fær tækifærið í línumannsstöðunni. Reynsluboltinn Arnar Freyr Arnarsson þarf að sitja eftir heima. Handbolti 24. október 2024 13:13
Arftaki Kristjáns óvænt hættur Svíar eru í leit að nýjum landsliðsþjálfara í handbolta eftir að Glenn Solberg tilkynnti óvænt að hann væri hættur, tveimur árum fyrir lok samningstíma. Handbolti 20. september 2024 10:02
Duvnjak búinn að lofa Degi Eftir Ólympíuleikana í París í sumar og orð sem Domagoj Duvnjak, skærasta stjarna Króata í handbolta, lét falla benti allt til þess að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Dag Sigurðsson. Svo er hins vegar ekki. Handbolti 23. ágúst 2024 11:33
Strákarnir okkar með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum í riðli á HM Ísland verður í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta karla á næsta ári. Handbolti 29. maí 2024 17:15
Færeyingar misstu af HM sætinu með einu marki Færeyingar þurfa að bíða áfram eftir að komast á heimsmeistaramótið í handbolta en landslið þeirra tapaði með átta mörkum gegn Norður-Makedóníu nú rétt í þessu og samanlagt 61-60. Sport 12. maí 2024 18:47
Uppgjörið: Eistland - Ísland 24-37 | Gengu örugglega frá Eistum og tryggðu farseðil á HM Ísland tryggði sér farseðil á heimsmeistaramótið í handbolta 2025 með afar öruggum 24-37 sigri gegn Eistlandi ytra. Ísland vann fyrri leik liðanna 50-25 og einvígið samanlagt 87-49. Handbolti 11. maí 2024 16:29
Segja Ísland hafa skorað fimmtíu án þess að svitna Eistlendingar viðurkenna að nær ómögulegt sé fyrir þá að slá út Íslendinga í umspilinu um sæti á HM í dag, enda fór fyrri leikur liðanna 50-25 í Laugardalshöll. Handbolti 11. maí 2024 11:23
Slóvakía skellti Póllandi óvænt í umspili HM Sex leikir fóru fram í dag í umspili um laus sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta 2025 og litu nokkur óvænt úrslit dagsins ljós. Um fyrri leiki liðanna var að mætast en leikið er heima og að heiman. Handbolti 9. maí 2024 20:18
Myndaveisla frá risasigrinum á Eistum Íslenska karlalandsliðið í handbolta er svo gott sem komið á HM 2025 eftir 25 marka sigur á Eistlandi, 50-25, í fyrri leik liðanna í umspili í gær. Handbolti 9. maí 2024 07:01
Færeyingar hársbreidd frá fyrsta heimsmeistaramótinu Færeyjar eru á barmi þess að komast á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir stórsigur á Norður-Makedóníu, 34-27, í fyrri leik liðanna í umspili í kvöld. Færeyingar standa því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á laugardaginn. Handbolti 8. maí 2024 22:32
Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. Handbolti 8. maí 2024 22:19
„Ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í sextíu mínútur“ Gísli Þorgeir Kristjánsson átti hörkuleik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistlandi í undankeppni HM í kvöld, 50-25. Handbolti 8. maí 2024 22:09
Þakklátur eftir fyrsta landsleikinn: „Tek bara einn dag fyrir í einu“ Einar Bragi Aðalsteinsson lék sinn fyrsta leik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. Handbolti 8. maí 2024 21:57
„Ekkert sjálfgefið að valta yfir lið“ „Þetta er eitthvað sem þú reiknar ekki með sem þjálfari,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sannkallaðan stórsigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. Handbolti 8. maí 2024 21:50
Skyldusigur í kvöld: „Þurfum að koma okkur inn á HM“ Janus Daði Smárason segir leikinn við Eistland í kvöld skyldusigur og er staðráðinn í að komast með Íslandi inn á næsta heimsmeistaramót í handbolta. Handbolti 8. maí 2024 15:31
Einar Bragi verður einn af strákunum okkar í kvöld Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið leikmannahóp Íslands sem mætir Eistlandi í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Handbolti 8. maí 2024 14:59
„Það er stórmót í húfi“ Viggó Kristjánsson verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska handboltalandsliðið mætir Eistlandi í baráttunni um sæti á HM í handbolta en í þessum tveimur umspilsleikjum er í boði sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í janúar á næsta ári. Handbolti 8. maí 2024 14:01
Enn hægt að fá miða á HM-leikinn í kvöld Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Eistlandi í Laugardalshöll í kvöld, í baráttu sinni um að komast á HM í janúar, og er enn hægt að fá miða á leikinn. Handbolti 8. maí 2024 10:30
Farangurinn flæktist fyrir Gísla: „Kom beint af flugvellinum“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kom beint af Keflavíkurflugvelli á landsliðsæfingu í fyrradag en liðsfélagi hans Janus Daði Smárason var kominn töluvert fyrr á svæðið. Miklum farangri Gísla var um að kenna. Handbolti 8. maí 2024 09:01
„Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. Handbolti 7. maí 2024 16:38
Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. Handbolti 6. maí 2024 18:23
Eistar með forskot í baráttunni um leik á móti Íslandi Eistland fer með þriggja marka forskot í seinni leik sinn á móti Úkraínu í undankeppni HM í handbolta. Handbolti 13. mars 2024 19:47