„Er ekkert sérstaklega góður í að gleðjast“ Þrátt fyrir að vera sigursælasti handboltaþjálfari landsliðssögunnar er Þórir Hergeirsson enn að læra að gleðjast yfir titlum. Hann segist þó vera að taka framförum á því sviði. Handbolti 23. nóvember 2022 09:00
Fékk að vita kyn barnsins í beinni útsendingu: „Ertu að segja að kynjaveislan sé hér í Seinni bylgjunni?“ Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fékk óvæntan glaðning í seinasta þætti þar sem Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, hélt hálfgerða kynjaveislu fyrir kollega sinn. Handbolti 23. nóvember 2022 07:01
„Of mikið af litlum atriðum sem við hefðum átt að gera betur“ Aron Dagur Pálsson, leikmaður Vals, var nokkuð brattur eftir leik gegn Flensburg sem tapaðist 32-37. Sport 22. nóvember 2022 22:50
Óðinn markahæstur í Evrópusigri | Ystads hafði betur á Benidorm Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður vallarins er svissneska liðið Kadetten Schaffhausen vann öruggan sex marka sigur gegn Presov í A-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 31-37. Á sama tíma vann sænska liðið Ystads tveggja marka útisigur gegn Benidorm í B-riðli Valsmanna, 27-29. Handbolti 22. nóvember 2022 22:23
„Eigum fullt inni og við munum spila betur gegn þeim í Þýskalandi“ Fyrsta tap Vals í Evrópudeildinni kom gegn Flensburg í kvöld. Þýsku risarnir spiluðu betur í seinni hálfleik sem skilaði fimm marka sigri 32-37. Stiven Tobar Valencia var svekktur eftir leik. Sport 22. nóvember 2022 22:15
„Ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók“ Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson var markahæsti leikmaður Flensburg með sjö mörk er þýska stórliðið vann fimm marka sigur gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur var gestur í setti að leik loknum. Handbolti 22. nóvember 2022 21:58
„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. Handbolti 22. nóvember 2022 21:54
Umfjöllun og myndir: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. Handbolti 22. nóvember 2022 21:40
Blaðamannafundur Valsmanna eftir tapið gegn Flensburg Valsmenn buðu upp á blaðamannafund í beinni útsendingu eftir leik liðsins gegn þýska stórliðinu Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 22. nóvember 2022 21:25
Kristján og félagar upp að hlið toppliðanna | Sigtryggur skoraði fjögur í stóru tapi Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í franska liðinu PAUC lyftu sér upp að hlið toppliða Vals og Flensburg í B-riðli með þriggja marka sigri gegn Ferencváros í kvöld, 33-30. Á sama tíma fékk Íslendingalið Alpla Hard tíu marka skell gegn Granollers, 38-28. Handbolti 22. nóvember 2022 20:24
Norsku Evrópumeistararnir skipta með sér 51 milljón í sigurbónus Leikmenn norska kvennalandsliðsins í handbolta skipta með sér 3,6 milljónum norskra króna í bónus fyrir sigurinn á EM. Það jafngildir tæplega 51 milljónum íslenskra króna. Handbolti 22. nóvember 2022 17:00
Alusovski rekinn frá Þór Stevce Alusovski hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðs Þórs Ak. í handbolta. Handbolti 22. nóvember 2022 15:13
„Það er svo mikill kraftur í þessum litla líkama“ Elín Klara Þorkelsdóttir fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu á dögunum og átti síðan frábæran leik með Haukaliðinu um helgina. Hún fékk eins og oft áður mikið hrós í Seinni bylgjunni. Handbolti 22. nóvember 2022 13:01
SB: Erlingur á að sækja sér hjálp og sjá Adda Pé í hlutverki Heimis Hallgríms Slakt gengi Eyjamanna var til umræðu í Seinni bylgjunni eftir skellinn á móti Haukum um helgina. Jóhann Gunnar Einarsson talar um hneyksli og skandal hjá þjálfaranum og segir að Erlingur Richardsson þurfi að kyngja stoltinu og fá hjálp. Handbolti 22. nóvember 2022 11:31
Leyfði sínum mönnum að hlakka til: „Reyndi ekkert að kæfa þennan leik algjörlega“ Þrátt fyrir að Valur mæti einu sterkasta liði heims, Flensburg, í Evrópudeildinni í handbolta karla í kvöld segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistaranna, að þeir muni ekki gefa neinn afslátt af sínum gildum eða breyta út af sínum vanabundna leikstíl. Handbolti 22. nóvember 2022 09:11
Handboltalandsliðið ekki laust við Covid: „Hugsar með hryllingi til síðasta móts“ Alþjóða handknattleikssambandið verður með áfram strangar reglur vegna Covid 19 á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst i Svíþjóð og Póllandi í byrjun janúar á næsta ári. Handbolti 22. nóvember 2022 08:26
Spenntur fyrir stærsta leiknum á ferlinum: „Algjör draumur“ Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, segir að leikurinn gegn Flensburg annað kvöld sé sá stærsti á ferlinum og tilhlökkunin fyrir hann sé mikil. Hann vonast til að góð frammistaða í Evrópudeildinni hjálpi sér að taka næsta skref á ferlinum. Handbolti 21. nóvember 2022 23:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Selfoss 38-31 | Heimamenn upp í annað sætið Afturelding vann sannfærandi sjö marka sigur í kvöld og flaug upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 21. nóvember 2022 22:25
„Jovan Kukobat skuldaði frammistöðu eftir síðasta leik“ Afturelding vann sannfærandi sjö marka sigur á Selfyssingum í 10. umferð Olís deildarinnar 38-31. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með hvernig hans lið svaraði jafnteflinu í síðustu umferð. Handbolti 21. nóvember 2022 21:50
„Þetta var rosalega erfiður leikur“ „Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. Handbolti 21. nóvember 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 33-31 | FH-ingar á sigursiglingu FH hefur verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð í deild og bikar. Það var ekkert lát á sigurgöngu þeirra er þeir tóku á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld og unnu góðan þriggja marka sigur 33-30. Handbolti 21. nóvember 2022 21:10
María sagði frá möntru pabba „kóngs“ Knattspyrnukonan María Þórisdóttir er skiljanlega stolt af pabba sínum, Þóri Hergeirssyni, sem orðinn er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar. Handbolti 21. nóvember 2022 13:00
Þórir tók Evrópumetið af Bengt og Breivik og heimsmetið af Onesta Þórir Hergeirsson tók til sína alls konar met með frábærum árangri sínum á Evrópumóti kvenna í handbolta sem lauk í gær. Handbolti 21. nóvember 2022 10:01
Leipzig sýndi Patreki áhuga sem segir kitla að þjálfa í Þýskalandi Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var í viðtali í nýjasta þætti hlaðvarpsins Handkastið sem fjallar um Olís-deildina í handknattleik. Þar kom fram að Leipzig hefði kannað stöðuna hjá honum áður en Rúnar Sigtryggsson var ráðinn. Handbolti 20. nóvember 2022 23:31
Noregur kom til baka og tryggði sér níunda Evrópumeistaratitilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari kvenna í handknattleik þegar þær unnu 27-25 sigur á Dönum í úrslitaleik. Þórir Hergeirsson vinnur þar með sín níundu gullverðlaun á stórmóti sem þjálfari norska liðsins. Handbolti 20. nóvember 2022 21:07
Svartfjallaland tryggði sér bronsverðlaun eftir framlengingu Svartfjallaland tryggði sér bronsverðlaun á Evrópumótinu í handknattleik þegar þær lögðu Frakka 27-25 í framlengdum leik. Þetta eru þriðju verðlaun Svartfellinga á stórmóti. Handbolti 20. nóvember 2022 18:53
Viggó öflugur þegar Leipzig vann þriðja leikinn í röð Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Leipzig þegar liðið lagði Stuttgart 33-26 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þetta er þriðji sigur liðsins í röð síðan Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins. Handbolti 20. nóvember 2022 18:40
Jafnt í Íslendingaslag í Þýskalandi Íslendingaliðin Melsungen og Flensburg áttust við í fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 20. nóvember 2022 14:45
Þórir Hergeirs forviða á spurningu blaðamanns | „Heimskasta spurning sem ég hef heyrt“ Þórir Hergeirsson er á leið í enn einn úrslitaleikinn á stórmóti í dag þegar stelpurnar hans í norska handboltalandsliðinu mæta Dönum í úrslitaleik EM. Handbolti 20. nóvember 2022 07:00
Þakkar Seinni bylgjunni fyrir - ,,Ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003” Ragnar Þór Hermannsson, þjálfari Hauka, var virkilega ánægður með átta marka sigur Hauka gegn HK í Olís-deild kvenna í dag. Bæði lið voru með tvö stig fyrir þennan leik; Haukar í sjötta sæti og HK í áttunda sæti. Sport 19. nóvember 2022 22:36