Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Einar Daði annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar | Fimmti í Kladno

ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut.

Sport
Fréttamynd

Ásdís fimmta á Demantamótinu í New York

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, keppti í dag á Demantamótinu í New York í Bandaríkjunum. Ásdís kastaði spjótinu lengst 58,72 metra sem er hennar lengsta kast í ár. Ásdís hafði áður kastað lengst 58,47 metra á þessu ári en það var á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Riga í síðustu viku.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði í þriðja sæti eftir fyrri dag í Kladno

ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að standa sig vel á geysisterku alþjóðlegu tugþrautarmóti í Kladnó í Tékklandi. Hann fékk 4130 stig fyrir fyrstu fimm greinarnar sem er 143 stigum meira en í þraut hans á Ítalíu fyrr í vor. Einar Daði er í 3. sæti eftir fyrri daginn. Dmitriy Karpov frá Kazastan leiðir með 4248 stig en í öðru sæti er Adam Sebastian Helcelet með 4159 stig.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði keppir í Kladno

Einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR keppir um helgina á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF) sem fram fer í Kladno í Tékklandi. Fyrir mánuði síðan náði Einar Daði þeim frábæra árangri að ná þriðja sæti á öðru slíku stigamóti sem fram fór á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Óðinn Björn sjötti í Osló

Óðinn Björn Þorsteinsson hafnaði í sjötta sæti í kúluvarpi á demantamóti í Osló sem fer þar fram í dag. Hann kastaði lengst 18,66 m.

Sport
Fréttamynd

Óðinn fær að keppa á Demantamótinu á Bislett

Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson verður meðal keppanda á Demantamóti í Osló 7. júní næstkomandi en honum var boðið að keppa á mótinu sem fer fram á Bislett-leikvanginum. Óðinn er að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í London.

Sport
Fréttamynd

Geta unnið Usain Bolt ilm með góðum árangri á Mótaröð FRÍ

Mótaröð FRÍ hefst á laugardaginn með keppni á Vormóti HSK á Selfossvelli en Mótaröð FRÍ er röð opinna frjálsíþróttamóta þar sem fremstu frjálsíþróttamenn landsins verða í eldlínunni og keppa jafnframt í stigakeppni eins og þekkist á Demantamótaröðinni hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu.

Sport
Fréttamynd

Usain Bolt náði besta tíma ársins | 9,82 sek.

Heims – og ólympíumethafinn í 100 metra hlaupi karla, Usain Bolt frá Jamaíku, virðist í góðu ástandi í aðdraganda Ólympíuleikana sem fram fara í London í sumar. Bolt náði besta tíma ársins í greininni í gær þegar hann hljóp á 9,82 sekúndum á móti sem fram fór í Kingston.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði keppir í tugþraut á Ítalíu um helgina

Einar Daði Lárusson, tugþrautarkappi úr ÍR, er á leiðinni til Ítalíu þar sem hann keppnir á stigamóti IAAF í tugþraut um helgina. Einar Daði mun þar reyna við lágmörkin inn á Ólympíuleikana í London og EM í Finnlandi.

Sport
Fréttamynd

Tvöfaldur sigur Kenýa í London-maraþoninu | þrítug kona lést

Wilson Kipsang frá Kenýa sigraði í karlaflokki í Lundúnarmaraþonhlaupinu sem fram fór um helgina og Mary Keitany, einnig frá Kenýa, sigraði í kvennaflokknum. Um 37.500 keppendur tóku þátt en þrítug kona lést ekki langt frá endamarkinu. Kipsang var rétt rúmlega tvær klukkstundir að hlaupa rúmlega 42 km., en hann kom í mark á tímanum 2:04.44. Keitany hljóp vegalengdina á 2:18.36 en þetta er annað árið í röð sem hún sigrar í þessu hlaupi.

Sport
Fréttamynd

Caster Semenya náði ÓL-lágmarki

Caster Semenya, fyrrum heimsmeistari í 800 m hlaupi kvenna, hefur unnið sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum eftir að hafa náð lágmarki í greininni í gær.

Sport
Fréttamynd

Óðinn kastaði kúlunni 19,75 metra í gær

Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari úr FH kastaði í gærkvöldi kúlunni 19,75 metra í gærkvöldi sem er einungis 25 cm frá Ólympíulágmarki en Óðinn var að kasta kúlunni innanhúss í Kaplakrika. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.

Sport
Fréttamynd

Að vera samferða sjálfum sér

Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil.

Sport
Fréttamynd

Tek með mér alla skó

Helga Margrét Þorsteinsdóttir er á leiðinni í 3 vikna æfingabúðir til Ástralíu. Innanhússtímabilið gekk vel og Helga horfir nú til þess að ná lágmarkinu inn á ÓL í London í sumar. Þessa dagana er það þó "hamurinn“ sem ræður ferðinni.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét stórbætti árangur sinn í kúluvarpi

Helga Margrét Þorsteinsdótti, sjöþrautarkonan úr Ármanni, bætti sig töluvert í kúluvarpi um helgina á alþjóðlegu móti, World Indoor Throwing, sem fram fór í Växjö í Svíþjóð um helgina. Helga kastaði 15.33 metra en besti árangur hennar í greininni var 15.01 metrar. Helga setti jafnframt Íslandsmet í flokki ungkvenna, 20-22 ára.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhild Eir nokkuð frá sínu besta

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í fimmta sæti í sínum riðli í 60 metra hlaupi á HM í Istanbul í morgun. Hrafnhild hljóp á 7,97 sekúndum. Besti tími hennar er 7,69 sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Dobrynska setti heimsmet í fimmtarþraut kvenna | Fyrst yfir 5000 stig

Úkraínska fimmtarþrautarkonan Natallia Dobrynska tryggði sér Heimsmeistaratitilinn í fimmtarþraut í kvöld á Heimsmeistaramóti innanhúss sem stendur nú yfir í Istanbul í Tyrklandi. Dobrynska setti nýtt heimsmet með því að ná í 5013 stig en hún háði harða keppni við breska heimsmeistarann Jessicu Ennis.

Sport
Fréttamynd

Hélt að það væri þjófstart og hætti að hlaupa

Bandaríski spretthlauparinn Kristi Castlin átti besta tíma ársins í 60 metra grindarhlaupi en fær þó ekki tækifæri til að vinna gull á Heimsmeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Istanbul í Tyrklandi.

Sport
Fréttamynd

Trausti úr leik á HM í frjálsum í Istanbúl

Trausti Stefánsson er úr leik á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi. Trausti, sem keppir fyrir FH, varð fjórði í sínum riðli á tímanum 48,86 sek. Íslandsmet hans er 48,23 sek, sem er frá því í lok janúar á þessu ári.

Sport