Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Frjálsíþróttadómari fékk spjót í hálsinn og dó

75 ára þýskur frjálsíþróttadómari lést á sjúkrahúsi í nótt eftir að hafa fengið í sig spjót á frjálsíþróttamóti í gær. Þetta kemur fram á vefsíðu þýska blaðsins Bild. Dómarinn hét Dieter S. og var að vinna við mót í Düsseldorf.

Sport
Fréttamynd

ÍR með þrettán stiga forskot á FH eftir fyrri daginn í bikarkeppni FRÍ

ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga.

Sport
Fréttamynd

Ásdís í áttunda sæti í Lausanne - kastaði 59,12 metra

Ásdís Hjálmsdóttir endaði í áttunda sæti af níu keppendum á Demantamóti IAAF í Lausanne í Sviss í kvöld en Ásdís kastaði lengst 59,12 metra í öðru kasti sínu. Þetta var annað Demantamót Ásdísar á þessu ári en hún endaði í 5. sæti í New York fyrr í sumar.

Sport
Fréttamynd

Hægt að sjá Ásdísi keppa á NRK2 á Fjölvarpinu í kvöld

Ásdís Hjálmsdóttir keppir á Demantamóti IAAF í frjálsum íþróttum í kvöld en mótið fer að þessu sinni fram í Lausanne í Sviss. Ásdís, sem setti nýtt og glæsilegt Íslandsmót á Ólympíuleikunum í London á dögunum, er ein af níu spjótkösturum sem keppa í spjótkasti kvenna.

Sport
Fréttamynd

Ostapchuk þarf að skila gullinu

Nadzeya Ostapchuk frá Hvíta-Rússlandi þarf að skila gullverðlaunum sínum í kúluvarpskeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Ostapchuk féll á lyfjapróf.

Sport
Fréttamynd

Buxurnar rifnuðu á versta stað

Norski hlaupagarpurinn Henrik Ingebrigtsen kom í mark á nýju norsku meti í 1500 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í gær. Hann hafnaði í 5. sæti en ekki síðri athygli vöktu stuttbuxur kappans.

Sport
Fréttamynd

Hásinin fór á versta tíma | Síðasti koss Liu

Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008.

Sport
Fréttamynd

Ólympíumet og gull til Ástrala

Sally Pearson frá Ástralíu marði sigur í úrslitum 100 metra grindahlaups kvenna í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Sendur heim fyrir að reyna ekki á sig

Taoufik Makhloufi, frjálsíþróttakappi frá Alsír, hefur verið sendur heim af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu fyrir að reyna ekki á sig í undanrásum 800 metra hlaupsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Vann Ólympíugull á nákvæmlega sama tíma og árið 2004

Felix Sanchez varð í kvöld Ólympíumeistari í 400 metra grindahlaupi karla. Sanchez sem kemur frá Dóminíska lýðveldinu, vann einnig gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir átta árum. Sanchez hafði ekki unnið til gullverðlauna á stórmóti síðan í Aþenu 2004 og sigur hans því nokkuð óvæntur.

Sport
Fréttamynd

Bolt: Ég er nær því að verða goðsögn

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt segist vera einu skrefi nær því að geta verið kallaður goðsögn eftir að hann varði Ólympíutitil sinn á stórkostlegan máta í 100 metra hlaupi í gærkvöldi. Bolt setti nýtt Ólympíumet í greininni en hann átti einnig gamla metið.

Sport
Fréttamynd

Kvenkyns Ólympíufarar gagnrýndir fyrir vaxtarlag

Holley Mangold, keppandi í ólympískum lyftingum, er þyngsti kvenkeppandinn á Ólympíuleikunum í London. Mangold er 157 kg að þyngd og hefur glímt við gagnrýni um að svo þung kona geti varla talist afrekskona í íþróttum.

Sport
Fréttamynd

Bolt skokkaði í mark | Gatlin á besta tímanum

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt virtist ekki hafa mikið fyrir því að tryggja sér sigur í sínum riðli í undanúrslitum 100 metra hlaups karla á Ólympíuleikunum. Justin Gatlin frá Bandaríkjunum hljóp þó á besta tímanum.

Sport