Schumacher sagður hafa deplað augum Samkvæmt óstaðfestum fregnum er Michael Schumacher strax byrjaður að sýna viðbrögð við tilraunum lækna við að vekja hann úr dái. Formúla 1 31. janúar 2014 18:00
Verið að vekja Schumacher úr dáinu Sabine Kehm, umboðsmaður Michael Schumacher, hefur staðfest að unnið sé að því að vekja Michael Schumacher úr dái, hægt og rólega. Formúla 1 30. janúar 2014 11:50
Vettel í vandræðum með nýja Red Bull bílinn Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, er í vandræðum með nýja Red Bull bílinn en hann hefur síðustu tvo daga á Spáni að prufukeyra bílinn. Ef marka má þessa tvo fyrstu daga þá er allt aðra sögu að segja af þessum bíl en þeim sem skilaði Red Bull mönnum yfirburðarsigri í fyrra. Formúla 1 29. janúar 2014 22:27
Verið að vekja Schumacher úr dái? Þýska ökuþórinn Michael Schumacher, sem haldið hefur verið sofandi undanfarinn mánuð eftir alvarlegt skíðaslys, er smám saman verið að vekja ef marka má frétt L'Equipe. Formúla 1 29. janúar 2014 16:25
Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. Formúla 1 29. janúar 2014 13:45
Vettel vonast enn eftir Schumacher-kraftaverki Þjóðverjinn Sebastian Vettel var spurður út í skíðaslys landa síns Michael Schumacher á blaðamannafundi á Spáni í dag en heimsmeistarinn var þá að prufukeyra nýja Red Bull bílinn. Formúla 1 28. janúar 2014 23:30
Hamilton ók á vegg á fyrsta degi Lewis Hamilton fékk enga draumabyrjun á nýju keppnistímabil í Formúlu 1 en hann ók á vegg á fyrsta degi æfinga á Jerez á Spáni. Formúla 1 28. janúar 2014 14:16
Óánægja með eyðsluþak í Formúlunni Christian Horner, einn forráðamanna Red Bull í Formúlu 1, hefur bæst í hóp þeirra sem setja spurningamerki við áætlanir forráðamanna mótaraðarinnar um að setja liðum fjárhagslegar skorður. Formúla 1 28. janúar 2014 10:45
Ferrari kynnti nýja bílinn sinn Fernando Alonso og Kimi Raikkonen voru að sjálfsögðu rauðklæddir þegar ítalski risinn Ferrari kynnti F14 T bílinn sem kapparnir munu notast við á tímabilinu sem senn fer í hönd. Formúla 1 25. janúar 2014 22:15
McLaren kynnir nýja formúlubílinn Daninn Kevin Magnussen og Bretinn Jenson Button eru ánægðir með nýjan bíl McLaren sem kynntur var til sögunnar í gær. Formúla 1 25. janúar 2014 13:00
Tvöföld stig fyrir síðasta mótið í formúlunni Forráðamenn formúlu eitt hafa ákveðið að láta verða að hugmynd Bernie Ecclestone um að gefa tvöföld stig fyrir lokamótið á komandi keppnistímabili. Það var enginn sem mótmælti þessari nýjung á yfirmannafundi innan formúlu eitt og nýjan stigareglan verður því í gildi á árinu 2014. Formúla 1 23. janúar 2014 17:30
Massa biður fyrir Schumacher á hverjum degi Brasilíumaðurinn Felipe Massa segist biðja fyrir Michael Schumacher á hverjum degi en hinn 45 ára gamli Schumacher liggur enn í dái eftir að hafa dottið illa á skíðum 29. desember síðastliðinn. Formúla 1 23. janúar 2014 13:45
Schumacher var með upptökuvél á hjálminum Frönsk yfirvöld hafa staðfest að Michael Schumacher hafi verið með upptökuvél á hjálmi sínum þegar hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Formúla 1 8. janúar 2014 10:07
Eiginkona Schumacher: Látið okkur í friði Það er rúm vika síðan ökuþórinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. Hann berst enn fyrir lífi sínu og er haldið sofandi á spítala í Grenoble í Frakklandi. Formúla 1 7. janúar 2014 22:00
Staða Schumacher óbreytt Umboðsmaður Michael Schumacher segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu eftir skíðaslys þrátt fyrir að annað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum síðustu daga. Formúla 1 6. janúar 2014 15:38
Schumacher er 45 ára í dag | Enn í lífshættu "Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Formúla 1 3. janúar 2014 08:45
Fréttamaður í gervi prests reyndi að komast að Schumacher Michael Schumacher er haldið sofandi á sjúkrahúsi í Grenoble í Frakklandi eftir skíðaslys um helgina. Formúla 1 1. janúar 2014 22:00
Ástand Schumachers stöðugt Sabine Kehm, umboðsmaður Michael Schumacher, segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu en að ástand hans síðasta sólarhringinn hafi verið stöðugt. Formúla 1 1. janúar 2014 10:16
Ástand Schumachers hefur batnað | Enn í lífshættu Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Formúla 1 31. desember 2013 10:27
Schumacher haldið sofandi | Berst fyrir lífi sínu Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. Formúla 1 30. desember 2013 10:19
Óttast að Schumacher hafi fengið heilablæðingu Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er enn í lífshættu eftir að hann fékk alvarlega höfuðáverka eftir skíðaslys í frönsku ölpunum í gær. Formúla 1 30. desember 2013 09:34
Schumacher í skíðaslysi Franskir fjölmiðlar greina frá því að ökuþórinn Michael Schumacher hafi slasast í skíðaslysi þar í landi. Formúla 1 29. desember 2013 12:45
Formúla 1 glímir við fjárhagserfiðleika "Ég held ekki að það sé vandamál. Það er vandamál,“ segir Tony Fernandes, eigandi Caterham í Formúlu 1 kappakstrinum. Formúla 1 23. desember 2013 15:00
Ferrari vill skoða breytingar á stigareglunni Það virðist vera afar takmörkuð ánægju með þá reglubreytingu í Formúlunni að gefa tvöföld stig fyrir lokamót keppnistímabilsins. Formúla 1 21. desember 2013 20:30
McLaren vill fá Alonso aftur heim Það voru mikil læti þegar Fernando Alonso yfirgaf McLaren-liðið árið 2007. Hann hafði þá lent í miklum deilum við stjóra liðsins, Ron Dennis. Formúla 1 17. desember 2013 15:45
Sergio Perez til Force India | Aðeins fimm stöður óskipaðar Búið er að skipa 17 af 22 ökuþórastöðum hjá liðunum ellefu í Formúlu 1 fyrir komandi tímabil. Formúla 1 12. desember 2013 22:20
Þetta eru fáranlegar breytingar Í gær var tilkynnt um breytingar í Formúlu 1. Stærsta breytingin er sú að tvöföld stig verða gefin í lokakeppni ársins í von um að gera keppnina um heimsmeistaratitilinn meira spennandi. Formúla 1 11. desember 2013 09:00
Róttækar breytingar í Formúlunni Það verða gerðar ýmsar breytingar í Formúlu 1 fyrir næsta tímabil. Stærsta breytingin er sú að síðasta keppni tímabilsins telur tvöfalt. Formúla 1 10. desember 2013 07:23
Prinsinn með augu á krúnu Schumacher Michael Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla á árunum 1994 til 2004 og það bjóst örugglega enginn við því að formúlan eignaðist annan eins yfirburðamann. Annað hefur komið á daginn og flest yfirburðatölfræðimet Schumachers eru nú annaðhvort fallin eða í mikilli hættu. Fréttablaðið skoðar í dag aðeins betur þetta magnaða metár Sebastians Vettel. Formúla 1 5. desember 2013 06:30
Alonso og Räikkönen ritskoðaðir á Twitter Luca di Montezemolo, forseti Ferrari í Formúlu 1, hefur lagt öllum starfsmönnum ítalska risans línurnar í tengslum við hegðun sína á samfélagsmiðlinum Twitter. Formúla 1 29. nóvember 2013 10:15