Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Renault kynnir nýjan bíl

Formúlu 1 lið Renault kynnti í dag nýjan bíl sinn, RS17. Bíllinn er hálfur gulur og hálfur svartur. Bíllinn liðsins í fyrra var svartur á æfingum en gulur þegar að keppnum kom.

Formúla 1
Fréttamynd

Sauber afhjúpar nýjan bíl

Sauber liðið í Formúlu 1 hefur birt fyrstu myndirnar af nýjum bíl sínum, C36, fyrir komandi tímabil. Litirnir í bílnum eru í tilefni af 25 ára afmæli Sauber liðsins sem Formúlu 1 liðs.

Formúla 1
Fréttamynd

Williams bíllinn afhjúpaður

Autosport birti í dag fyrstu myndirnar af FW40 bíl Williams liðsins í Formúlu 1. Myndirnar eru góð vísbending um það sem koma skal hjá öðrum liðum sem munu afhjúpa sína bíla á næstu dögum.

Formúla 1
Fréttamynd

Pascal Wehrlein missir af fyrstu æfingunum

Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 mun missa af fyrstu æfingunum fyrir tímabilið sem hefjast 27. febrúar. Hann varð fyrir bakmeiðslum í keppni meistaranna í janúar. Hann velti bíl sínum þar.

Formúla 1
Fréttamynd

Bottas: Ég get unnið Hamilton

Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg: Hamilton fékk að vaða yfir mig

Nico Rosberg, heimsmeistari í Formúlu 1 segir að fyrrum liðsfélagi sinn og þrefaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hafi vaðið yfir hann tímabilin áður en Rosberg varð meistari í fyrra.

Formúla 1
Fréttamynd

Árekstur Vettel batt enda á regndekkjaprófanir

Ferrari átti að prófa ný regndekk Pirelli í tvo daga á braut sinni á Ítalíu. Sebastian Vettel endaði á varnarvegg í gærmorgun og batt þar með enda á prófanirnar. Ferrari átti ekki varahluti til að gera við 2015 bíl sinn.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg vildi fá Alonso til Mercedes

Þegar heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nico Rosberg, hætti óvænt í lok síðasta tímabils var hann með sterkar skoðanir á því hver ætti að taka sætið hans hjá Mercedes.

Formúla 1
Fréttamynd

Renault semur við Castrol

Formúlu 1 lið Renault hefur samið við olíufélagið BP um að verða styrktaraðili liðsins og sjá því fyrir eldsneyti og smurolíu á komandi tímabili. BP mun gera slíkt undir Castrol merkjum sínum.

Formúla 1
Fréttamynd

FIA samþykkir yfirtök Liberty Media

FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

McLaren ætlar sér stóra hluti 2017

Jonathan Neale, einn stjórnanda McLaren liðsins í Formúlu 1 segir það vonbrigði fyrir liðið ef það nær ekki að komast ofar en í fjórða sæti í keppni bílasmiða á árinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Liðsstjóri Renualt á förum

Frederic Vasseur, liðsstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri þess. Hann kom til liðsins um mitt síðasta tímabil.

Formúla 1