
Árekstur Hamilton dýrkeyptur í stigamótinu
Lewis Hamilton varð fyrir áfalli í öðru Formúlu 1 mótinu í röð. Hann féll úr leik í Singapúr í gær eftir samstuð við Mark Webber, en þeir voru í efstu sætunum tveimur í stigamótinu fyrir keppnina. Fernando Alonso sem vann í gær er núna kominn í annað sætið á eftir Webber.