Persónulegt markmið Kobayashi að gera engin mistök 2011 24. nóvember 2010 11:39 Kamui Kobayashi á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Japan. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett. Kobayashi sagði bestu upplifun ársins hafa verið í japanska kappakstrinum, en þá verstu þegar hann féll úr leik í fyrsta hring í Kanada. Kobayashi var að aka heilt keppnistímabil í fyrsta skipti á ferlinum í Formúlu 1. "Það gekk upp og niður hjá okkur á tímabilinu, en í heildina gekk vel. Í upphafi gekk erfiðlega, sem var erfiður tími og erfitt að ná tökum á hlutum þar sem æfingar eru bannaðar á keppnistímabilinu (utan mótshelga). Þrátt fyrir þetta þá vorum við sterkari í lok tímabilsins og liðið stóð sig vel að ná sér á strik og fyrir það er ég þakklátur mönnum hjá liðinu", sagði Kobayashi í frétt á autosport. com. Aðspurður um markmið fyrir næsta ár segir Kobayahsi í sömu frétt. "Mitt persónulega markmið er að gera engin mistök. Hvað liðið varðar vona ég að við verðum á góðum bíl og getum barist um stig reglulegu nótunum, til að bæta stöðuna í meistaramótinu." Í fréttatilkynningu Sauber í dag segist Kobayashi m.a. ætla að funda í Japan í vetrarfríinu, skreppa til Abu Dhabi á opnunarhátið Ferrari World skemmtigarðsins. "Ég ætla líka að vera tvær vikur á Bali og mun líka æfa. Það hjálpar líka hvað líkamann varðar að æfa á meðan keppnistímabilinu stendur og á reglulegan hátt", sagði Kobayashi. Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett. Kobayashi sagði bestu upplifun ársins hafa verið í japanska kappakstrinum, en þá verstu þegar hann féll úr leik í fyrsta hring í Kanada. Kobayashi var að aka heilt keppnistímabil í fyrsta skipti á ferlinum í Formúlu 1. "Það gekk upp og niður hjá okkur á tímabilinu, en í heildina gekk vel. Í upphafi gekk erfiðlega, sem var erfiður tími og erfitt að ná tökum á hlutum þar sem æfingar eru bannaðar á keppnistímabilinu (utan mótshelga). Þrátt fyrir þetta þá vorum við sterkari í lok tímabilsins og liðið stóð sig vel að ná sér á strik og fyrir það er ég þakklátur mönnum hjá liðinu", sagði Kobayashi í frétt á autosport. com. Aðspurður um markmið fyrir næsta ár segir Kobayahsi í sömu frétt. "Mitt persónulega markmið er að gera engin mistök. Hvað liðið varðar vona ég að við verðum á góðum bíl og getum barist um stig reglulegu nótunum, til að bæta stöðuna í meistaramótinu." Í fréttatilkynningu Sauber í dag segist Kobayashi m.a. ætla að funda í Japan í vetrarfríinu, skreppa til Abu Dhabi á opnunarhátið Ferrari World skemmtigarðsins. "Ég ætla líka að vera tvær vikur á Bali og mun líka æfa. Það hjálpar líka hvað líkamann varðar að æfa á meðan keppnistímabilinu stendur og á reglulegan hátt", sagði Kobayashi.
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira