Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Góði guð

Trúlega fundu flest mannsbörn fyrir óvenjulegri tómleikatilfinningu við morgunverðarborðið áðan, að þeim hefur sett hroll í bílnum á leiðinni í vinnu og skóla og jafnvel hafa sumir upplifað sig hálfráðalausa frammi fyrir verkefnum dagsins. Ég segi ekki að örvænting hafi gripið um sig í öllum hjörtum – en ábyggilega sumum.

Bakþankar
Fréttamynd

Enn vantar eftirlit

Við fáum smám saman skýrari mynd af símahlerunum í þágu rannsóknar sakamála á Íslandi. Undanfarin ár hefur þeim verið beitt í ríkum mæli. Símahleranir eru hins vegar gríðarlega íþyngjandi rannsóknarúrræði, sem felur í sér mikla skerðingu á friðhelgi einkalífs hlutaðeigandi. Það á því ekki að nota það af neinni léttúð og öflugt eftirlit verður að vera með beitingu þess.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tollpínt lágtekjufólk

Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um reglur um varning sem ferðafólk má hafa með sér tollfrjálst til landsins. Þar er víða pottur brotinn. Umfjöllunin bar þó þann árangur að Alþingi breytti reglum um hámarksverðmæti varnings sem koma má með inn í landið án þess að borga af honum toll. Sú breyting tekur gildi á morgun og felur í sér talsverða kjarabót við neytendur, sem drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hótel Reykjavík

Mögnuð breyting hefur orðið á miðborg Reykjavíkur á tiltölulega skömmum tíma. Þar sem áður voru verslanir eru veitingastaðir og þar sem áður voru fjölmennir vinnustaðir eru hótel.

Bakþankar
Fréttamynd

Mannvonska dulbúin sem mannúð

„Frelsið skiptir máli, að geta haft þá tilfinningu að maður geti vaknað á morgnana og gert hvað sem mann lystir ef gangi maður ekki á rétt annarra." Svo komst Katrín Jakobsdóttir, nýkjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, að máli í hreint afbragðsgóðri ræðu sem hún hélt á landsfundi flokksins sem fram fór um helgina. Með nýjum formanni blása ferskir vindar um vinstri græn og af umræðum um fundinn í fjölmiðlum að dæma virðast þeir auk þess hafa feykt „órólegu deild" flokksins lengst út á hafsjó þar sem hróp þeirra og köll drukkna í öldugný.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mamma og afbitna eyrað

Fyrir svona fimmtán árum fékk ég áhuga á hnefaleikum – á þeim tíma sem beinar útsendingar hófust frá þessari vinsælu íþrótt í fyrsta skipti. Úr varð nýtt æði á Íslandi. Ég, eins og tugþúsundir annarra, sat við skjáinn og taldi mig hafa fundið nýjan sannleika. Ég lagðist í trúboð – vildi kveða niður gagnrýnisraddir sem voru margar. Það má reyndar segja að fleiri hafi fyllt hóp gagnrýnenda en þeirra sem litu æðið jákvæðum augum, eins og kom greinilega fram í samfélagsumræðunni á þeim tíma.

Bakþankar
Fréttamynd

Hægri varð vinstri

Á einni helgi hefur hið pólitíska landslag á Íslandi umbreyst. VG opnaði skyndilega á raunverulegan möguleika á ríkisstjórnaraðild með því að samþykkja að klára aðildarviðræður ESB, þrátt fyrir að vera andsnúin aðild. Á sama tíma festi Sjálfstæðisflokkur sig í sessi sem eitt róttækasta stjórnmálaafl landsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grínlínan fína

Kynnirinn á Óskarsverðlaunahátíðinni er umdeildur. Ég er mjög hrifin af þáttunum hans, Family Guy og American Dad, sem þykja oft fara út fyrir mörk hins almenna velsæmis. Eitthvað fannst mér samt skrítið að hlusta á hann syngja heilt lag um hvaða virtu leikkonur hafa sýnt brjóstin í kvikmynd, á sjálfri Óskarsverðlaunahátíðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Fæðingarorlof og launamunur

l andsfundur Vinstri grænna um helgina ályktaði um jafnréttismál, eins og við var að búast. VG fagnar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um átak til að eyða launamun og segir: "Miklu skiptir að því sé fylgt eftir og laun kvenna hækkuð í þeim kjarasamningum sem eru fram undan hjá ríki og sveitarfélögum." VG fagnar líka að ríkisstjórnin hafi lagt línurnar með breytingum á lögum um fæðingarorlof, hækkað viðmiðunarfjárhæðir sem skornar voru niður í kreppunni og hafið lengingu orlofsins í áföngum upp í eitt ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eigum við að skima fyrir HIV?

Þegar við ræðum um skimun fyrir sjúkdómum er verið að meina það að skoða einstaklinga sem eru einkennalausir. Það eru þeir sem ekki vita til þess að þeir hafi nokkurn sjúkdóm og kenna sér því einskis meins og þar af leiðir að þeir leita ekki til læknis. Það tekur langan tíma fyrir vísindasamfélagið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það hvaða sjúkdómum skuli skima fyrir og ekki síður fyrir heilbrigðisyfirvöld að bregðast við kröfum um slíkt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stoppað í miðjum klíðum

Ég fór í bíó um daginn. Myndin hét Kon-Tiki – flott mynd. Samt var það með blendnum tilfinningum sem við yfirgáfum bíóið eftir rúmlega tveggja tíma viðdvöl.

Bakþankar
Fréttamynd

Fegurstu leiðarljósin

Þúsundir Íslendinga hafa ritað nöfn sín á mótmæli gegn nýjum náttúruverndarlögum og hafa áhugamenn um utanvegaakstur þar látið mikið að sér kveða. Jeppafjallamenn eru vissulega upp til hópa miklir náttúruunnendur og hafa áhyggjur af því að fá ekki að njóta hennar að vild og myndu aldrei rótast á viðkvæmum svæðum: en þeir hugsa málið út frá sjálfum sér. Ef við hugsum andartak um fund manns og fjalls í anda

Fastir pennar
Fréttamynd

Deilan leyst en vandinn óleystur

Í langan tíma hefur ekkert eitt mál náð nær hjartarótum þjóðarinnar en uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Í byrjun var vandanum lýst á þann einfalda og rétta hátt að spítalinn gæti ekki keppt við grannlöndin um hæft starfsfólk. Nú er spurningin þessi: Er búið að leysa þann vanda?

Fastir pennar
Fréttamynd

Mikilvægur áfangi fyrir börn

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Alþingi nú í vikunni. Sáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990 og fullgiltur árið 1992. Leiðin hefur því verið nokkuð löng.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vopnið krónan

Í síðustu viku var sagt frá því að hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), í eigu ríkisbankans og lífeyrissjóða, væri að setja sig í stellingar um að kaupa íslensku einkabankana Íslandsbanka og Arion banka. Í fréttum kom líka fram að aðrir í þessum hópi væru ýmsir fagfjárfestar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rifist um keisarans skildinga

Þótt deila megi um hvort ráðlegt sé fyrir Íslendinga að skipta um gjaldmiðil ættu flestir að geta tekið undir að viðvarandi háir raunvextir og verðbólga gefa þó ekki nema tilefni til að skoða það sem valkost. Það að afnám gjaldeyrishafta ætlar að reynast hin erfiðasta þraut er önnur ástæða enda höftin nátengd krónunni. Peningamálin eru sá grunnur sem hagstjórn byggir á. Það er því stórt hagsmunamál fyrir bæði heimili og fyrirtæki að stjórnmálamönnum takist vel upp við val á framtíðarfyrirkomulagi peningamála. Þetta er ekki nýtt viðfangsefni en þrátt fyrir áralanga umræðu erum við svo til engu nær um hvernig peningamálunum verður háttað til lengri tíma litið.

Bakþankar
Fréttamynd

Litli karlinn

Jón Ásgeir Jóhannesson var á dögunum, skömmu eftir að hann var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum umboðssvikum í svokölluðu Aurum-máli, gerður að yfirmanni þróunarverkefna hjá 365, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og Fréttablaðið, ásamt mörgu fleiru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Feitar og fallegar?

"Þú ert að dæma þær eftir útliti þeirra,“ sagði fréttamaður Fox-sjónvarpsstöðvarinnar andaktugur við næringarfræðinginn Keren Gilbert í umræðum um tvær þybbnar

Bakþankar
Fréttamynd

Leitin að tilgangi

Þeir sem hugsuðu mest um heiminn fyrir hundrað árum áttu fæstir von á því að trúarbrögð myndu lita stjórnmál framtíðarinnar. Þau virtust á útleið, úreld og fyrnd vegna vaxandi þekkingar manna á rökum tilverunnar. Trúarbrögðin áttu sér ekki síst skjól í ýmiss konar heimum sem voru á undanhaldi fyrir nútímanum eins og í fátækari og afskekktari byggðum og á meðal þeirra sem voru eldri og síður menntaðir. Öfugt við það sem margir ætluðu hafa trúarbrögð vaxið að mikilvægi í stjórnmálum. Þetta á ekki aðeins við um Mið-Austurlönd, Norður-Afríku og Suður-Asíu, heldur einnig um Bandaríkin, Rússland, Suður-Ameríku, stóra hluta Afríku og Kína og Kóreu. Jafnvel í hinni trúlausu Evrópu fylgjast áhugamenn um alþjóðapólitík með kjöri nýs páfa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekkert að fela

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra greindi frá því á Alþingi í fyrradag að starfshópur ynni nú að því að birta fjárhagsupplýsingar ríkisins á netinu. Ætlunin væri að birta upplýsingar um tekjur og gjöld mánaðarlega. Hópurinn ætti enn fremur að gera tillögur um hvernig opna mætti sem mest af gögnum um það hvernig skattfé er varið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jarðalýðskrumið

Fréttablaðið hefur undanfarið birt flokk fréttaskýringa um eignarhald á jörðum á Íslandi. Hugmyndin að honum vaknaði og vinnan hófst þegar Huang Nubo sóttist fyrst eftir að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Afraksturinn lítur fyrst nú dagsins ljós, enda kom á daginn að erfitt og flókið reyndist að nálgast upplýsingar um íslenzkar jarðeignir, sem er umhugsunarefni út af fyrir sig. Umfjöllunin hittir þó á ágætan tímapunkt, þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur nýverið lagt fram frumvarpsdrög þar sem lagt er til að þrengt verði mjög að rétti útlendinga til að kaupa jarðir á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sama hvaðan gott kemur

Konudagurinn nálgast óðum og þá gefa margir blóm. Sætur siður, að mati flestra. Valentínusardagurinn svokallaði er nýliðinn og þá gefa líka einhverjir blóm. Það þykir þó ekki eins sætur siður, allavega ekki ef marka mátti samskiptavefinn Facebook þennan dag. Þar kepptist fólk við að lýsa frati á daginn, kallaði hann ameríska sölubrellu sem ætti ekkert erindi við okkur Íslendinga. Við ættum okkar eigin aldagömlu bónda- og konudaga. Ættum við kannski bara að innleiða 4. júlí sem hátíðisdag líka eða hvað?

Bakþankar
Fréttamynd

Skuggi er yfir brotthvarfi páfa

Benedikt sextándi páfi kom um helgina í fyrsta sinn fram opinberlega eftir að hann tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist láta af embætti fyrir aldurssakir. Hann er á 86. aldursári. Tugþúsundir hlýddu á hann á Péturstorginu í Róm.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á flótta frá mennsku

Sú var tíðin að Íslendingar gumuðu af gestrisni sinni. Íslensk sveitagestrisni var á allra vörum og við stærðum okkur af því að vera höfðingjar heim að sækja. Nú virðist gestrisni okkar vera bundin við það að höfðingjar sæki okkur heim, eða í það minnsta fólk sem getur borgað fyrir greiðann. Beiningamenn eru hins vegar ekki eins velkomnir.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvernig hlustar þú?

Á námskeiði sem ég sótti í liðinni viku var hópnum skipt í pör og þeim fengin samtalsverkefni. Við fórum í hlutverkaleik og æfðum viðbrögð, mismikla nánd og misgóða hlustun. Viðmælandi minn átti að halda fram persónulegu markmiði en mitt hlutverk var að tjá efasemdir og andúð.

Bakþankar
Fréttamynd

Salt, sykur og fleira gott

Talið er að rekja megi 86 prósent dauðsfalla í Evrópu til svokallaðra ósmitnæmra sjúkdóma. Þetta eru sjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, sykursýki og margir aðrir sjúkdómar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ný kynslóð

Þegar Katrín Jakobsdóttir tekur við af Steingrími J. verður ný kynslóð komin til valda í flokkunum fjórum sem hafa verið hryggjarstykkið í íslensku stjórnmálakerfi frá því að kommúnistaflokkurinn var stofnaður árið 1930. Eldri kynslóðin hverfur nú smám saman af sviðinu – smám saman, og þarf aðeins að ýta á suma.

Fastir pennar