Stoppað í miðjum klíðum Charlotte Böving skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Ég fór í bíó um daginn. Myndin hét Kon-Tiki – flott mynd. Samt var það með blendnum tilfinningum sem við yfirgáfum bíóið eftir rúmlega tveggja tíma viðdvöl. Við vorum mætt á réttum tíma og borguðum okkur inn fullu verði. Við keyptum popp og kók og hlökkuðum til að hverfa inn í aðra veröld, fjarri febrúarveðrinu, áhyggjum og skyldum. Sitja bara í myrkrinu og týnast inn í annan heim. En það gekk ekki vel. Eftir korter í hálfrökkvuðum salnum vorum við búin að borða allt poppið, drekka allt kókið og horfa á fjöldann allan af lélegum auglýsingum. Á eftir auglýsingunum kom röð sýnishorna úr væntanlegum kvikmyndum. Gegn vilja okkar var búið að fylla skilningarvit okkar af áreiti, stemningu, hljóðum og myndum, sem við gátum ekki slökkt á. Eftirvæntingin sem hafði einkennt skap okkar þegar við komum vék nú fyrir pirringi yfir starfsaðferðum bíóanna. Eftir sautján mínútna auglýsingahelvíti slokknuðu loksins ljósin og myndin byrjaði. Það tók smá stund að komast í rétta gírinn fyrir allt annan takt myndarinnar. Hún var lengi í gang, eða þannig leið manni að minnsta kosti, eftir þétta sprengjuárás auglýsinga og sýnishorna á miklu meiri hraða. En loksins tókst það – við hrifumst með inn í heim kvikmyndarinnar. Þá, allt í einu, á ótrúlega spennandi stað í myndinni, varð tjaldið svart. HLÉ!!! Ég get ekki vanist þessu (það er ekki hlé í Danmörku) og mér líður eins og ég sé stoppuð í miðjum samförum. – Eða verr, því í bíó er mér ekki bara kippt úr spennunni, hitanum og nándinni með kvikmyndinni og persónum hennar, ég er líka þvinguð til yfirborðskenndrar og krefjandi samveru með auglýsingapakka í takmörkuðum gæðum, sem ég get ekki slökkt á. Og ég þori ekki út úr salnum, vegna þess að ég vil ekki að elskhugi minn (kvikmyndin) byrji án mín. Svo við sátum og horfðum á eina lélega auglýsingu á eftir annarri. Og mér varð hugsað til leikstjóra myndarinnar. Listaverkið hans er klippt í sundur og lengt með hálftíma af auglýsingum. Ætli leikstjórarnir átti sig á því hve erfitt er að upplifa myndina þeirra til fulls við slíkar aðstæður ? Að sýningu lokinni sá ég eftir því að við fórum ekki á myndina í Bíó Paradís, sem er eina bíóið á Íslandi sem slítur ekki kvikmyndir í sundur, til þess eins að reyna að selja meira salt og sykur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég fór í bíó um daginn. Myndin hét Kon-Tiki – flott mynd. Samt var það með blendnum tilfinningum sem við yfirgáfum bíóið eftir rúmlega tveggja tíma viðdvöl. Við vorum mætt á réttum tíma og borguðum okkur inn fullu verði. Við keyptum popp og kók og hlökkuðum til að hverfa inn í aðra veröld, fjarri febrúarveðrinu, áhyggjum og skyldum. Sitja bara í myrkrinu og týnast inn í annan heim. En það gekk ekki vel. Eftir korter í hálfrökkvuðum salnum vorum við búin að borða allt poppið, drekka allt kókið og horfa á fjöldann allan af lélegum auglýsingum. Á eftir auglýsingunum kom röð sýnishorna úr væntanlegum kvikmyndum. Gegn vilja okkar var búið að fylla skilningarvit okkar af áreiti, stemningu, hljóðum og myndum, sem við gátum ekki slökkt á. Eftirvæntingin sem hafði einkennt skap okkar þegar við komum vék nú fyrir pirringi yfir starfsaðferðum bíóanna. Eftir sautján mínútna auglýsingahelvíti slokknuðu loksins ljósin og myndin byrjaði. Það tók smá stund að komast í rétta gírinn fyrir allt annan takt myndarinnar. Hún var lengi í gang, eða þannig leið manni að minnsta kosti, eftir þétta sprengjuárás auglýsinga og sýnishorna á miklu meiri hraða. En loksins tókst það – við hrifumst með inn í heim kvikmyndarinnar. Þá, allt í einu, á ótrúlega spennandi stað í myndinni, varð tjaldið svart. HLÉ!!! Ég get ekki vanist þessu (það er ekki hlé í Danmörku) og mér líður eins og ég sé stoppuð í miðjum samförum. – Eða verr, því í bíó er mér ekki bara kippt úr spennunni, hitanum og nándinni með kvikmyndinni og persónum hennar, ég er líka þvinguð til yfirborðskenndrar og krefjandi samveru með auglýsingapakka í takmörkuðum gæðum, sem ég get ekki slökkt á. Og ég þori ekki út úr salnum, vegna þess að ég vil ekki að elskhugi minn (kvikmyndin) byrji án mín. Svo við sátum og horfðum á eina lélega auglýsingu á eftir annarri. Og mér varð hugsað til leikstjóra myndarinnar. Listaverkið hans er klippt í sundur og lengt með hálftíma af auglýsingum. Ætli leikstjórarnir átti sig á því hve erfitt er að upplifa myndina þeirra til fulls við slíkar aðstæður ? Að sýningu lokinni sá ég eftir því að við fórum ekki á myndina í Bíó Paradís, sem er eina bíóið á Íslandi sem slítur ekki kvikmyndir í sundur, til þess eins að reyna að selja meira salt og sykur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun