Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Vill einhver elska 49 ára gamla konu?

Það er margt sem ég óttast í lífinu. Ég óttast stöðugt að fá raflost nálægt innstungum og brauðristum, ég held mig fjarri fólki sem spyr mig til vegar, ég hef áhyggjur af því að pabbi minn komist að því að ég sprengdi dekkið á hjólinu hans, aftur, og svo óttast ég að verða miðaldra kona.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki hræra í aflareglunni

Í sjávarútvegskafla stefnuyfirlýsingar nýju ríkisstjórnarinnar horfir flest til betri vegar. Stjórnin ætlar ekki að fara í neinar kollsteypur á stjórnkerfi fiskveiða eins og sú sem sat á undan henni stefndi að, heldur þvert á móti að búa greininni stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi sem hvetji til fjárfestinga og atvinnusköpunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í leit að glötuðum tíma

Fyrstu önn mína í grunnskóla gekk ég í barnaskólann á Stokkseyri. Á miðjum vetri fluttu foreldrar mínir svo á Akranes þar sem pabbi hafði fengið betra skipspláss. Sumarið eftir fengum við systurnar að heimsækja krakkana á Stokkseyri aftur. Við féllum strax aftur í hópinn og skemmtum okkur hið besta.

Bakþankar
Fréttamynd

Ríkisstjórn nýrrar kynslóðar

Með nýrri ríkisstjórn verða pólitísk umskipti og landsstjórnin fær nýtt yfirbragð. Um leið verða afgerandi straumhvörf þegar ný kynslóð stjórnmálamanna stormar inn í Stjórnarráðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Húsverndarráðherrann

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er afdráttarlaus kafli um húsvernd, áreiðanlega sá fyrsti sem ratar inn í stjórnarsáttmála hér á landi. Kaflinn er svona:

Fastir pennar
Fréttamynd

Styttum kennaranámið

Kartöflubóndi ætlar að prófa nýja ræktunaraðferð. Nýja aðferðin er 70% dýrari en sú gamla. Kartöflurnar munu vera lengur að vaxa en þær eiga að vera gæðameiri og þar með dýrari fyrir vikið. Bóndinn er metnaðarfullur og nýjungagjarn og hann slær því til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flugvélaði maðurinn

Það er bara tvennt sem ég get sagt við fólk sem gerir það undantekningalítið alveg agndofa. Annað er að mér finnist gaman í flugvélum. Það virðist ekki vera algeng skoðun, sem er óskiljanlegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Úps, við sulluðum niður

Fréttablaðið sagði í lok marz frá miklum áhyggjum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á svæðinu af áformum um aukin umsvif á Bláfjallasvæðinu. Þar undir féllu til að mynda áætlanir um stækkun skíðasvæðisins í Bláfjöllum og ekki síður stórbrotnar fyrirætlanir um að laða hundruð þúsunda ferðamanna á ári að Þríhnúkagíg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sparkað í dekk á grilli

Mér skilst að það sé gjörsamlega dottið úr tísku hjá karlmönnum að eiga flotta bíla. Sjálfsímyndarlega séð fá menn ekkert út úr því lengur. Í dag kaupa menn í ímyndarkrísu sér frekar lítið reiðhjól heldur en stóran jeppa. Sem er kannski ágætt.

Bakþankar
Fréttamynd

Hrifla og heimurinn

Margt í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar bendir til að hún geti staðið undir því markmiði sínu að hefja "nýja sókn í þágu lands og þjóðar“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heitir rassar og hárlaus höfuð

Eftirfarandi viðbrögð hefur skemmtikraftur líklega aldrei þurft að heyra eftir að viðskiptavinur spyr hann hvað hann rukki fyrir vinnu sína: "Hva, þú getur nú gert þetta ódýrt fyrir okkur, við erum aðeins nokkrir aumingjans frímúrarar að halda árshátíð og okkur vantar bara einhvern til að segja örfáa brandara milli kuflatískusýningarinnar og kynningarinnar á nýja leynilega handabandinu okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Innri maður í iðrum jarðar

Það upplifa allir einhvern tímann eitthvað sem sýnir hvað í þeim býr. Stundir þar sem kringumstæður verða þess konar að það reynir verulega á og innri maður sýnir sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Hin ávanabindandi sigurvíma

Í sumar fagna ég því að heil átta ár eru síðan ég hóf minn feril sem knattspyrnuáhangandi. Ég er ein af þessum svokölluðu „antisportistum“ sem æfði hestaíþróttir og samkvæmisdans á yngri árum á meðan ég hræddist bolta. Hljóp á eftir honum fyrir kurteisissakir í leikfimi í grunnskóla en reyndi að forðast það eins og heitan eldinn að snerta boltann.

Bakþankar
Fréttamynd

Transfólk kemur út úr skápnum

Konum á Íslandi fjölgaði um fimm í síðustu viku, en körlunum fækkaði að sama skapi. Þannig orðaði sænski skurðlæknirinn Gunnar Kratz það er rætt var við hann í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Kratz gerði fyrir hvítasunnuhelgina fimm kynleiðréttingaraðgerðir á konum, sem höfðu fæðzt í karlmannslíkama. Vitund og skilningur á hlutskipti fólks sem þannig háttar til um, á í kynáttunarvanda eins og það er kallað, hefur aukizt verulega á Íslandi á undanförnum árum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vandinn við hvíta lygi

Ekki er beinlínis hægt að segja að menn hafi skrökvað í kosningabaráttunni um stöðu ríkissjóðs og yfirvofandi hættu á greiðsluþroti þjóðarbúsins vegna gjaldeyrisskorts. En það á við talsmenn fráfarandi ríkisstjórnar og þeirrar sem senn tekur við, að þeir skautuðu lipurlega fram hjá þessum vökum í ísnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

300 ára gamlar kennsluaðferðir

Háskólaumhverfið eins og við þekkjum er um þrjú hundruð ára gamalt. Þótt prófessorar hafi fyrir löngu tekið upp á því að nota tæknina til að varpa upp glærum og festa hljóðnema við skyrtuflipana hefur lítið annað breyst. Margar námsgreinar eru fyrir löngu staðnaðar og fólk tekur milljónir í námslán til að ljúka við nám sem gagnast þeim lítið þegar komið er út á vinnumarkaðinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Játning úr aðdáendaklúbbi Jennifer

Ég veit ekki af hverju ég tók skýra afstöðu í skilnaði sem kom mér ekkert við og ég vissi ekkert um. En ég skyldi halda með Jennifer hvað sem tautaði og raulaði. Þessi Angelina virtist eitthvað tvöföld. Svo fór Angelina að ættleiða börn og vekja athygli á bágum aðstæðum barna víða um heim. Ég tók því með fyrirvara. Svo varð hún einhvers konar góðgerðasendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna og finnst víst merkilegra að heimsækja flóttamannabúðir en rauða dregla.

Bakþankar
Fréttamynd

Selfoss og Maribo

Sumir vilja láta ríkið selja áfengi til að takmarka aðgengi fólks að því. Ég er ósammála en ég skil rökin. En í umræðunni má stundum heyra önnur rök: Að ríkiseinokun sé nauðsynleg til að tryggja gott vöruúrval.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvær frjálsar hendur, slef og tunga

Mér hafa borist óvenju margar fyrirspurnir um munnmök undanfarið og þá sérstaklega um tott. Það er kannski ekki skrítið í ljósi þess hvernig munnmök eru stunduð í klámi og fólk svo reynir að leika slíkt eftir heima hjá sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Júróvísa

Jæja, það fer víst ekki framhjá neinum að í dag er haldinn hátíðlegur alþjóðlegur Eurovision-dagur um víða veröld og ósköp fátt sem flest okkar geta gert í því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þvingur, lím og stærðfræðijöfnur

Ein mesta meinsemd menntakerfis Íslendinga er hversu fáir nemendur velja starfs- og iðnnám. Félög atvinnurekanda hafa svo oft kallað á umbætur án þess að því hafi verið svarað að skömm er að. Ríki og sveitarfélög hafa ekki margar afsakanir fyrir skorti á umbótum því raunin er að í kreppu sem góðæri hefur einmitt verið skorið við nögl í þeim fögum grunnskóla sem kynna iðngreinar fyrir nemendum. Alltaf virðist samt hægt að

Fastir pennar
Fréttamynd

Fegurð

Ég ætla að fjalla um fegurð í þessum stutta pistli. Þar sem umfjöllunarefnið er víðfeðmt mun ég takmarka mig við fegurð fótboltamarka. Ég er ekki að tala um mörkin sjálf heldur framkvæmdina að skora mark. Þannig er mál með vexti að fótboltamörk eru metin eftir fegurð.

Bakþankar
Fréttamynd

Girðingarlykkjurnar

Fyrir fáeinum dögum hlustaði ég á sögu sem gerði mig bæði reiðan og dapran í senn. Hér á ég við umfjöllun Kastljóssins um hugmyndir forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði um lokun hjúkrunarheimilisins Tjarnar á Þingeyri vegna fjárskorts. Í stuttu máli þá stóð til að loka heimilinu í sumar til að spara fáeinar milljónir – og heimili er hérna lykilorðið. "Aðgerðin“ fólst einfaldlega í því að rífa gamalt fólk út af heimili sínu og setja það í geymslu á sjúkrahúsi til þess að spara kerfinu vasapeninga. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu nákvæmlega – það hefur þegar verið gert afburða vel og með þeirri niðurstöðu að það "fundust peningar“ sem komu í veg fyrir fyrrnefnda lokun. Því skal þó haldið til haga að hér var ekki um einsdæmi að ræða.

Bakþankar
Fréttamynd

Stokka upp eða láta það springa?

Aðsókn í kennaranám hefur minnkað um helming. Fréttablaðið sagði frá því í gær að árið 2006 hefðu 419 manns sótt um að hefja kennaranám við Háskóla Íslands, en 203 í fyrra. Árið 2012 var aðeins 13 umsækjendum hafnað, en 156 árið 2006.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blindur, brúnn og hrukkóttur

Nú þegar sumarið er komið bíðum við eftir sólinni sem yljar okkur og öllu öðru, hún glæðir gróðurinn lífi og það hleypur viss kátína í unga sem aldna.

Fastir pennar