Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst

    Luke Shaw, vinstri bakvörður enska landsliðsins í knattspyrnu og Manchester United, hefur lent í enn einu bakslaginu og verður lengur frá keppni en spáð var til um. Upprunalega átti hann að snúa aftur í september, svo október en nú er alls óljóst hvenær þessi meiðslahrjáði leikmaður mun snúa aftur á völlinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sonur Dag­nýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United

    Brynjar Atli Ómarsson, sonur Dagnýjar Brynjarsdóttur, fyrirliða kvennaliðs West Ham United, leiddi fyrirliða karlaliðs félagsins inn á fyrir leikinn gegn Manchester United á sunnudaginn. West Ham vann leikinn og daginn eftir var knattspyrnustjóri United, Erik ten Hag, svo rekinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sporting stað­festir á­huga United á Amorim

    Manchester United ætlar sér að ráða Rúben Amorim sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Sporting hefur staðfest áhuga United á honum og að félagið sé tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Segir Arteta líkari Mourin­ho en Guar­diola

    Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur fyrir Sky Sports, gagnrýndi Mikel Arteta og leikaðferð hans í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar gerði Arsenal 2-2 jafntefli við Liverpool á heimavelli en gestirnir jöfnuðu á 81. mínútu leiksins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bowen tryggði West Ham sigur á United

    Jarrod Bowen tryggði West Ham United sigur á Manchester United með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur á Lundúnaleikvanginum 2-1, Hömrunum í vil.

    Enski boltinn