CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Erlent 10. september 2019 13:07
Viðskiptaráðherra sagður hafa hótað brottrekstri vegna andstöðu við Trump Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Erlent 9. september 2019 21:52
Mótmælendur biðluðu til Trump um að frelsa Hong Kong Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. Erlent 8. september 2019 13:45
Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. Erlent 4. september 2019 21:31
Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. Erlent 3. september 2019 19:48
Segir uppgang hægri leiðtoga vera ógn við frjálslynd lýðræðissamfélög Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, fer ófögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í grein sinni í Observer. Erlent 1. september 2019 07:19
Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Erlent 30. ágúst 2019 22:29
Aðstoðarmanni Trump sagt upp störfum eftir að hafa lekið upplýsingum Nánasta aðstoðarmanni Bandaríkjaforseta, hinni 29 ára gömlu Madeleine Westerhout hefur verið sagt upp störfum eftir að upp komst um leka upplýsinga um fjölskyldu Trump forseta. Erlent 30. ágúst 2019 21:52
Trump segir Dorian stefna í að verða algjört „skrímsli“ Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir fellibylinn Dorian sem skellur á um helgina. Óttast er að hann verði orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann nær landi. Erlent 30. ágúst 2019 07:22
Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. Erlent 29. ágúst 2019 21:41
Reistu stærðarinnar Trump-skúlptúr í Slóveníu Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur í Slóveníu. Erlent 29. ágúst 2019 19:19
Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. Erlent 29. ágúst 2019 15:30
Gillibrand dregur framboð sitt til baka Enn fækkar í hópi frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020 en öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá New York hefur dregið framboð sitt til baka. Erlent 29. ágúst 2019 08:27
Trump mærir Bolsonaro og lýsir yfir fullum stuðningi Jair Bolsonaro, forseti Bandaríkjanna, gerði sér lítið fyrir og sendi Trump þumalfingurs-tákn og lýsti yfir velþóknun. Erlent 27. ágúst 2019 16:15
Sviðin jörð eftir Trump Bandaríkjaforseta Elísabetu Bretadrottningu var lítt skemmt eftir síðustu heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ef marka má frétt á vef Sunday Times þar sem hermt er að þyrla forsetans hafi skilið eftir sig brunabletti á lóðinni fyrir framan Buckingham-höll. Lífið 27. ágúst 2019 06:30
Vildi nota kjarnorkusprengjur á fellibylji Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stungið upp á því á fundi með hernaðarráðgjöfum sínum að sleppa kjarnorkusprengjum á fellibylji. Erlent 26. ágúst 2019 08:08
Fyrrum stuðningsmaður Trump býður sig fram gegn forsetanum Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. Erlent 25. ágúst 2019 21:21
Áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi horfa á svæði á norðurslóðum Eiríkur líkti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland við að Íslendingar myndu kaupa Manhattan eyju í New York. Innlent 25. ágúst 2019 18:15
Ekki fræðilegur möguleiki að Rússum verði boðið í hópinn á ný Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að á síðustu árum hefðu Rússar sýnt að þeir séu ekki lengur í hópi þeirra landa sem hafa mannréttindi, lög og reglur og frjálslynt lýðræði í hávegum. Erlent 25. ágúst 2019 10:15
Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. Erlent 25. ágúst 2019 09:00
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. Erlent 22. ágúst 2019 07:30
Öfgamaður á ferð Mike Pence er öfgamaður sem kennir sig við kristna trú en boðar fábreytni, umburðarleysi, bókstafstrú og óttastjórnun. Í orðum sínum og verkum hefur hann beitt sér gegn réttindum kvenna og hinsegin fólks. Skoðun 22. ágúst 2019 07:00
Frederiksen segist ekki hafa verið of harðorð í garð Trump Ítrekaði hún mikilvægi þess að rými þyrfti að vera til staðar fyrir ágreining á milli vinaríkja líkt og Danmerkur og Bandaríkjanna. Erlent 21. ágúst 2019 22:57
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. Erlent 21. ágúst 2019 20:10
Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. Erlent 21. ágúst 2019 18:39
Afnema reglur sem kveða á um hversu lengi börn mega vera í haldi Fjölskyldum á flótta sem fara yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í leyfisleysi gæti verið haldið í haldi landamærayfirvalda til frambúðar samkvæmt nýrri löggjöf sem Bandaríkjastjórn hefur kynnt. Erlent 21. ágúst 2019 14:31
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. Erlent 21. ágúst 2019 13:39
Danskir stjórnmálamenn furða sig á óvæntri ákvörðun Trump Danska konungsfjölskyldan hefur staðfest að ekki verði af fyrirhugaðri opinberri heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til Danmerkur í september. Upplýsingafulltrúi segir ákvörðunina koma á óvart. Erlent 21. ágúst 2019 08:48
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur Erlent 21. ágúst 2019 00:53
Málverk af Trump vekur kátínu netverja Íhaldssami listamaðurinn Jon McNaughton birti á þriðjudag nýjasta verk sitt í röð málverka sem öll tengjast slagorði forsetans MAGA (Gerum Bandaríkin frábær aftur) á einn eða annan hátt. Lífið 20. ágúst 2019 23:53