Fær að áfrýja sex ára dómi fyrir tilraun til manndráps Karlmaður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í janúar í fyrra hefur fengið leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Innlent 5. maí 2022 13:56
Tony Omos stefnir íslenska ríkinu Lekamálið ætlar enn að draga dilk á eftir sér en nú hefur Tony Omos stefnt íslenska ríkinu og krefst fjögurra milljóna króna auk vaxta í skaðabætur. Innlent 5. maí 2022 13:10
„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. Innlent 4. maí 2022 21:38
Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. Innlent 4. maí 2022 18:08
Strætó þarf að greiða Teiti Jónassyni hundruð milljóna í bætur Strætó þarf að greiða hópbifreiðafyrirtækinu Teiti Jónassyni 205 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur vegna þess útboðs á akstri á fimmtán leiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2010. Viðskipti innlent 4. maí 2022 16:48
Sverrir Einar áfrýjar máli sínu á hendur Sindra Þór Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju vínbúðarinnar hefur ákveðið að áfrýja máli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni markaðsstjóra Tjarnarbíós. Innlent 4. maí 2022 16:41
Mosfellsbær þarf að greiða fatlaðri manneskju miskabætur Mosfellsbær þarf að greiða fatlaðri manneskju í sveitarfélaginu 700 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 4. maí 2022 15:54
Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. Innlent 4. maí 2022 14:28
Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 3. maí 2022 20:29
Þarf að greiða 32 milljónir í sekt vegna skattalagabrota Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann til greiðslu tæplega 32 milljóna króna í sekt til ríkissjóðs vegna meiriháttar brota gegn skattalögum. Innlent 3. maí 2022 08:51
Sektaður um 125 milljónir fyrir skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. Innlent 2. maí 2022 21:33
Sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna Karlmaður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna, fyrir vopnalagabrot, fyrir rán og fyrir að hafa stolið tveimur farsímum úr Smáralind í Kópavogi. Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti í þrjátíu mánuði. Innlent 2. maí 2022 17:57
Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Innlent 2. maí 2022 14:15
Þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað og reglulega beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi á þriggja ára tímabili. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Innlent 2. maí 2022 13:31
Fimm vitni höfðu sögur að segja af hegðun Ingólfs Fimm vitni komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og sögðu frá samskiptum sínum eða vina sinna við Ingólf Þórarinsson. Ingólfur stefnir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni fyrir ummæli sem Sindri lét falla á Twitter og krefst greiðslu miskabóta vegna þeirra. Innlent 2. maí 2022 12:15
Sindri segist hafa heyrt mjög margar sögur af Ingó í gegnum árin Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson segir að á þeim tíma sem hann kallaði Ingólf Þórarinsson barnaníðing á samfélagsmiðlum hafi verið komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð tónlistarmannsins. Aðspurður hvers vegna hann lét sig málið varða svaraði Sindri: „Af hverju ekki?“ Innlent 2. maí 2022 11:48
„Ekkert fyrirtæki vill ráða nauðgara eða barnaríðara, en ég er það ekki“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir ekkert fyrirtæki vilja ráða til sín mann sem sé sakaður um að brjóta á börnum. Hann hafi aldrei verið kærður til lögreglu og ásakanir í hans garð eigi allar sameiginlegt að vera nafnlausar frásagnir. Innlent 2. maí 2022 11:14
Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. Innlent 2. maí 2022 10:29
Fær bætur eftir að hafa slasast við fall úr gölluðum hárgreiðslustól Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofu eftir að viðskiptavinur stofunnar slasaðist eftir að hafa fallið úr stól á stofunni og á gólfið. Innlent 2. maí 2022 09:51
Fær engar bætur fyrir hálsbrot eftir eftirför lögreglu Karlmaður sem slasaðist alvarlega þegar lögreglubifreið var ekið aftan á bifreið hans, með þeim afleiðingum að hún valt og hann hálsbrotnaði, fær engar bætur úr tryggingum eða frá íslenska ríkinu. Innlent 29. apríl 2022 21:21
Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. Innlent 29. apríl 2022 16:38
Fluttur í fangelsi til afplánunar eldri dóms eftir líkamsárás í nótt Karlmaður var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var fluttur í morgun á Hólmsheiði til þess að afpána nýlegan dóm. Innlent 28. apríl 2022 12:06
Penninn lagði VÍS í brunadeilu fyrir Hæstarétti Hæstiréttur hefur staðfest sigur Pennans í deilu verslunarinnar við Vátryggingafélag Íslands varðandi kröfu Pennans til greiðslu bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu vegna bruna í Skeifunni í júlí 2014. Verslun Griffils varð eldinum að bráð í brunanum. Innlent 27. apríl 2022 15:24
Gert að greiða konu 3,5 milljónir vegna slyss í Sundhöll Reykjavíkur Reykjavíkurborg hefur verið dæmd til að greiða konu 3.529.622 krónur í skaðabætur auk vaxta vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakka í Sundhöll Reykjavíkur. Innlent 27. apríl 2022 15:21
Ákærður fyrir að hafa skorið í sundur þríhöfða annars manns Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið í sundur handleggsvöðva á karlmanni á fimmtugsaldri í Breiðholti haustið 2019. Innlent 27. apríl 2022 11:06
Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaðabætur vegna ferðagjafarinnar Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað. Innlent 26. apríl 2022 14:29
Fer fram á ómerkingu ummæla Huga og eina og hálfa milljón í miskabætur Srdjan Stojanovic, fyrrverandi leikmaður Þórs Ak. í körfubolta, fer fram á að ummæli Huga Halldórssonar í hlaðvarpsþættinum The Mike Show verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fram hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Körfubolti 25. apríl 2022 13:30
Fimmtán mánuðir fyrir ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Ingvi Hrafn Tómasson, 29 ára karlmaður, var í dag dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Sushi Social í apríl í fyrra. Ingvi Hrafn stakk kunningja sinn ítrekað með hnífi en bar fyrir sig neyðarvörn fyrir dómi. Um er að ræða hegningarauka ofan á nýlegan fyrri þriggja ára fangelsisdóm þar sem skotvopn kom við sögu. Innlent 22. apríl 2022 22:01
Dæmdir fyrir að slá fimmtán ára dreng með hamri og felgulykli Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvo unga menn hvor um sig í fjögurra mánaða fangelsi og til greiðslu miskabóta vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gegn fimmtán ára dreng. Notuðust þeir við hamar og felgulykil við gerð árásarinnar. Innlent 22. apríl 2022 16:00
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Arion banka Seðlabanki Íslands og íslenska ríkið voru sýknuð af öllum kröfum Arion banka vegna sektar sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) lagði á Arion banka. Bankinn vildi fá sektina niðurfellda. Viðskipti innlent 22. apríl 2022 11:14