Með yfir sjötíu prósenta skotnýtingu í úrslitakeppninni Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir nýtingu Bandaríkjamannsins Austin James Brodeur í fyrstu sex leikjum Stjörnumanna í úrslitakeppninni því kappinn klikkar varla á skoti. Körfubolti 3. júní 2021 16:01
Önnur orrusta í átökum Garðbæinga og Þorlákshafnarbúa Stjarnan og Þór Þorlákshöfn leiða saman hesta sína í Garðabæ í kvöld kl. 20.15, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 3. júní 2021 14:45
Hamar tók forystuna Hamar er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Vestra um laust sæti í Domino's deild karla á næstu leiktíð en fyrsti leikurinn fór fram í Hveragerði í kvöld. Körfubolti 2. júní 2021 21:01
„Þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann“ Valur Orri Valsson sýndi mikilvægi sitt í sigri Keflvíkinga á KR í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Domino's deild karla í körfubolta. Valur Orri fékk líka hrós í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gærkvöldi. Körfubolti 2. júní 2021 13:31
Teitur Örlygs mætti himinlifandi á háborðið og ræddi stórfrétt kvöldsins Keflvíkingar komust í 1-0 á móti KR í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi en nágrannar þeirra og erkifjendur úr Njarðvík stálu svolítið sviðsljósinu með því að tilkynna um nýjan þriggja ára samning sinn við landsliðsmanninn Hauk Helga Pálsson. Körfubolti 2. júní 2021 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 89-81 | Keflavík tók forystuna eftir rosalegan leik Gott gengi Keflavíkur heldur áfram er liðið tók forystuna gegn KR í rimmu liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir mjög jafnan leik tókst Keflavík að skora síðustu körfur leiksins og vinna átta stiga sigur, lokatölur 89-81. Körfubolti 1. júní 2021 23:34
„Þetta er það sem KR sem klúbbur lifir fyrir“ Keflavík vann KR fyrr í kvöld með 8 stigum, 89-81. Þessi 8 stiga munur sem varð í restina var jafnframt mesti munur sem var á milli liðanna í kvöld í rosalega jöfnum og spennandi leik. Stúkan var eins troðinn og hún gat orðið og erfiðlega gekk fyrir viðstadda að heyra sínar eigin hugsanir fyrir látum í báðum hópum aðdáenda. Matthíasi Orra, leikmanni KR, leiðist alls ekki að spila í svona hávaða. Sport 1. júní 2021 23:27
Haukur Helgi í Njarðvík Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Briem Pálsson mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð í efstu deild karla í körfubolta. Körfubolti 1. júní 2021 20:45
Innkastkerfi tilþrif leiksins: Þetta var kjaftshögg og naglinn í kistuna Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, bauð upp á flott þjálfaratilþrif á mikilvægum tímapunkti í fyrsta leik Stjörnunnar á móti Þór í Þorlákshöfn í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild karla í körfubolta. Körfubolti 1. júní 2021 16:01
Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Ægir Þór Steinarsson fór á kostum þegar Stjarnan komst í 1-0 á móti Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Honum var boðið á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem maður leiksins. Körfubolti 1. júní 2021 14:00
Deane Williams var sex mánaða þegar Keflavík sendi KR síðast í sumarfrí Deildarmeistarar Keflavíkur mæta aftur til leiks í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld eftir tíu daga frí þegar KR-inga koma í heimsókn í Blue höllina á Sunnubrautinni. Körfubolti 1. júní 2021 13:01
Kristófer hitti föður sinn í fyrsta skipti fjórtán ára gamall „Hann mætir og byrjar að taka í höndina á öllum og ég er síðastur í röðinni. Þarna er maður nýbúinn að hlusta á þjóðsönginn og hann kemur til mín, hikar aðeins og segir svo: Good Luck.“ Þetta segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox þegar hann rifjar upp eftirminnilegt atvik með forseta Íslands á undankeppni EM í körfubolta. Lífið 1. júní 2021 12:51
Fyrsta þrennan í úrslitakeppninni í meira en fjögur ár Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson var í gærkvöldi með fyrstu þrennuna í úrslitakeppni karla í körfubolta síðan í marsmánuði 2017. Körfubolti 1. júní 2021 10:31
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 90-99 | Stjarnan tók forystuna í Þorlákshöfn Stjarnan heimsótti Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllina í kvöld. Jafnt var á öllum tölum fram að fjórða leikhluta en þá tóku gestirnir yfir og unnu að lokum mikilvægan níu stiga sigur. Lokatölur 90-99 og Stjarnan leiðir því 1-0 í einvíginu. Körfubolti 31. maí 2021 23:31
Arnar: Það er gott að vera kominn yfir en það skiptir engu ef við töpum 3-1 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var virkilega ánægður í leikslok eftir að lið hans tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Þór frá Þorlákshöfn. Lokatölur 90-99 en Arnar segir að sigurinn skipti engu máli ef lið hans fylgi honum ekkki eftir. Körfubolti 31. maí 2021 23:14
Drungilas var aldrei betri í vetur en einmitt á móti Stjörnunni Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígis Stjörnunnar og Þórs frá Þorlákshöfn í Domino's deild karla í körfubolta hefst í kvöld í Þorlákshöfn. Í liði heimamanna er lykilmaður sem ætti að vera með nóg eftir af tankinum eftir róleg átta liða úrslit. Körfubolti 31. maí 2021 15:30
Ísafjarðartröllið á Sauðárkrók Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuknattleiksmaðurinn stóri og stæðilegi, mun leika með Tindastóli á næsta keppnistímabili. Körfubolti 31. maí 2021 10:48
Benedikt Guðmundsson tekur við Njarðvík Benedikt Guðmundsson mun þjálfa karlalið Njarðvíkur í Domino's deildinni næstu þrjú ár. Samningar þess efnis voru undirritaðir á dögunum en Benedikt mun einnig taka að sér þjálfun yngri flokka félagsins. Körfubolti 30. maí 2021 17:46
Jakob Örn: Klukkan hálf níu um morguninn er maður orðinn peppaður í leikinn Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður KR, mætti í viðtal í Körfuboltakvöld eftir oddaleik KR og Vals á föstudaginn. Hann segir það mikinn létti að þessari rimmu sé lokið. Körfubolti 30. maí 2021 07:01
Jón Arnór um síðasta leik ferilsins: „Var þarna með félögunum þó ég hafi verið í öðrum búning“ Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum. Körfubolti 29. maí 2021 11:30
Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. Körfubolti 28. maí 2021 23:36
Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. Körfubolti 28. maí 2021 22:52
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Körfubolti 28. maí 2021 22:25
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 104-72 | Stjarnan í undanúrslit eftir stórsigur Stjarnan er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Grindavík í oddaleik í Garðabæ í kvöld. Körfubolti 28. maí 2021 21:18
Dúi Þór: Ég veit að ég er góður í körfubolta Dúi Þór Jónsson átti draumaleik í kvöld á móti Grindavík. Dúi var stigahæsti leikmaður Stjörnunnar með 19 stig og var afar sáttur með að vera búinn að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit. Sport 28. maí 2021 20:34
Allt sem gat farið úrskeiðis í kvöld fór úrskeiðis Tímabilinu er lokið hjá Grindavík eftir að hafa látið Stjörnuna valta yfir sig í oddaleik. Leikurinn endaði með 32 stiga sigri Stjörnunnar 104-72. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með sína menn í kvöld Sport 28. maí 2021 20:04
Sjáðu upphitunarmyndband fyrir oddaleikjakvöldið mikla Dagurinn í dag, 28. maí, er eins og aðfangadagur fyrir körfuboltaáhugafólk enda eru tveir oddaleikir á dagskrá. Eftir kvöldið verður ljóst hvaða fjögur lið komast í undanúrslit Domino's deildar karla. Körfubolti 28. maí 2021 15:16
KR-ingar hafa unnið tíu af síðustu ellefu útileikjum sínum í úrslitakeppni Úrslitastund í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta er í kvöld en heimaliðið hefur enn ekki náð að fagna sigri í rimmunni. Körfubolti 28. maí 2021 14:31
Tímalína um rimmu Vals og KR: Loftbrú úr Vesturbænum á Hlíðarenda, Júdas, fasteignapeningar og lúxus körfubolti Eftir umdeild félagaskipti, skeytasendingar og fyrst og síðast frábæran körfubolta nær rimma fjandliðanna Vals og KR hámarki þegar þau mætast í oddaleik um sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Körfubolti 28. maí 2021 11:00
Varnarleikur AkureyrarÞórs ekki í neinum takti við tilefnið Mikill munur var á varnarleik Þórsliðanna í leiknum á Akureyri í gær. Á meðan Adomas Drungilas bætti vörn ÞorlákshafnarÞórsara til muna var vörn AkureyrarÞórsara eins og vængjahurð. Körfubolti 27. maí 2021 14:31