Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Grindavík nælir í fyrrum NBA-leikmann

    Karlalið Grindavíkur í Iceland Express-deildinni mun mæta til leiks á nýju ári með nýjan Kana en Jeremy Kelly hefur verið sendur heim. Kelly meiddist í leiknum gegn Keflavík fyrir jól og er ekki búinn að jafna sig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pálmi Freyr: „Það er bara kostur að vera örvhentur“

    „Það er bara kostur að vera örvhentur,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson eftir 94-80 sigur Snæfells gegn KR í Iceland Express deild karla. Pálmi var „sjóðheitur“ fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti 7 skot ofaní og var með 70% nýtingu. Pálmi segir að hann hafi mikla trú á Snæfellsliðinu sem gekk í gegnum miklar breytingar í sumar eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið fagnaði Íslands – og bikarmeistaratitlinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: „Við þurfum allir að líta í eigin barm“

    „Við vorum klárlega ekki sannfærandi á móti svæðisvörninni og það leit út fyrir að það væru þreyttir leikmenn inni á vellinum. Við þurfum allir að líta í eigin barm,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 94-80 tap liðsins á útivelli gegn Snæfelli í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ármann: Fátt skemmtilegra en að raða niður þristum

    „Það kemur nú ekki oft fyrir að ég sé stigahæstur,“ sagði Ármann Vilbergsson, skytta úr Grindavík, sem var stigahæstur í liði Grindavíkur í sigri liðsins gegn Keflavík, 79-75, í Röstinni í kvöld. Ármann kom sjóðheitur af bekknum og setti niður fimm þrista í leiknum og hitti úr öllum skotunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Gunnar Einars.: Drullufúlt að fara í frí með þetta tap á bakinu

    „Við komumst með baráttu aftur inn í leikinn en við vorum ekki að hitta neitt af viti. Það gekk lítið upp stóran hluta leiksins og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að við sýndum smá karakter og hlutirnir fóru að falla með okkur,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tap liðsins gegn Grindvík, 79-75 í Röstinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Auðunn og Gillz vilja reka Jógvan, Hjöbba og Gumma Ben úr liðinu

    Það var mikið fjör á Stjörnuleikshátíð KKÍ í gær og annað árið í röð sló í gegn leikur Celeb-liðsins við gamla landsliðsmenn. Gömlu landsliðsmennirnir höfðu betur annað árið í röð en þeir frægu voru með skýringar á tapinu á tæru þegar Vísir heyrði í þeim eftir leikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Celeb-liðið stóð sig betur en gömlu landsliðsmennirnir unnu aftur

    Það var mikil eftirvænting í loftinu fyrir leik eldri landsliðsmanna og celeb-liðsins svokallaða á Stjörnuhátíð KKÍ í Seljaskólanum í gær. Í fyrra mættust þessi lið þar sem landsliðsmennirnir fóru með auðveldan sigur af hólmi en í ár var annað upp á teningnum og þurftu landsliðsmennirnir að hafa mikið fyrir hlutunum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Páll Axel: Góður varnarleikur skilaði sigrinum

    „Þetta var lélegt hjá okkur í byrjun en síðan spilum við virkilega vel í lokin,“ sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, ánægður með sigurinn í kvöld. Grindvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni ,86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Örvar: Héldum ekki haus í lokin

    „Við bara sprungum í fjórða leikhluta,“ sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. Fjölnir tapaði fyrir Grindvíkingum ,69-86, í 10. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas: Sýndum karakter í lokin

    „Þetta var mun erfiðari leikur en tölurnar gefa til kynna og við komum hreinlega ekki tilbúnir til leiks,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, ánægður með sigurinn í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Freyr: Verður svona þegar hormónarnir fara upp

    „Við vorum okkar versti óvinur í kvöld,“ sagði Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls, eftir að liðið beið lægri hlut fyrir Keflavík á útivelli í kvöld. Þegar liðin mættust í bikarnum um síðustu helgi bar Tindastóll sigur úr býtum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón Skúlason: Einmitt það sem ég bjóst við

    Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók glaður við stigunum tveimur sem liðið vann fyrir gegn Tindastóli í kvöld. Keflvíkingar náðu þar með að hefna fyrir ósigurinn um síðustu helgi þegar Stólarnir komust áfram í bikarnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar Ólafsson: Ætlum alla leið

    „Við ætluðum okkur að kvitta fyrir tapið í Hveragerði og ég held að við höfum gert það nokkuð örugglega," sagði Fannar Ólafsson, leikmaður KR, eftir að hans lið sigldi örugglega áfram í bikarnum með 99-74 sigri gegn Hamri úr Hveragerði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistarar Snæfells úr leik

    Njarðvík, Tíndastóll og KR tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í kvöld. Njarðvík lagði Snæfell í Fjárhúsinu í háspennuleik. Það er því ljóst að Snæfell ver ekki bikarmeistaratitilinn í ár.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Örvar: Við ætlum okkur alla leið

    Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, var mjög svo ánægður með sigurinn í kvöld en hans menn náðu að leggja ‚ÍR-inga í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljgaskóla.

    Körfubolti