Grindavík og Njarðvík mætast í bikarnum Það verður risaslagur í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta en dregið var í átta liða úrslit karla og kvenna í dag. Grindavík fær þá Njarðvík í heimsókn en liðin eru í 3. og 4. sæti Domnios-deildarinnar og þau tvö efstu sem enn eru eftir í bikarnum. Körfubolti 4. desember 2013 15:50
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 68-72 | Grindavík í átta liða úrslit Grindavík tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ eftir magnaðan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík. Leikurinn var jafn og hörkuspennandi eins og búist var við. Körfubolti 2. desember 2013 14:36
Mikilvægur Stjörnusigur | Úrslit kvöldsins Stjarnan gerði góða ferð til Stykkishólms í kvöld og vann þar sinn fjórða sigur í deildinni í vetur. Keflavík vann nauman sigur á Haukum. Körfubolti 28. nóvember 2013 21:12
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 79-75 | Grindavík sterkara á lokasprettinum Grindvíkingar og Njarðvíkingar mættust í nágrannaslag af bestu gerð í Grindavík í kvöld. Svo fór að Grindavík hafði betur eftir spennandi lokamínútur. Körfubolti 28. nóvember 2013 18:53
Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór 111-79 | Sigurganga KR heldur áfram KR-ingar eru enn ósigraðir í Domino's-deild karla í körfubolta eftir 11-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í Vesturbænum í kvöld. Munurinn á liðunum í kvöld var mikill og sigur þeirra svörtu og hvítu aldrei í hættu. Körfubolti 28. nóvember 2013 18:27
Treyjunúmerið er hluti af manni Pavel Ermolinskij og Martin Hermannsson vilja báðir vera númer fimmtán hjá karlaliði KR í Dominos-deildinni en sættust á skemmtilega lausn. Þeir þurfa að skipta um treyju eftir hvern tapleik. Körfubolti 28. nóvember 2013 07:00
Dómaranefnd KKÍ svarar gagnrýni Það er algeng umræða í íslensku íþróttalífi að aðeins leikmönnum sé refsað fyrir slaka frammistöðu en ekki dómurum. Leikmenn sem spili illa fari á bekkinn en dómarar haldi áfram að dæma. Körfubolti 27. nóvember 2013 12:30
Flottur nóvembermánuður hjá Ragnari Ragnar Ágúst Nathanaelsson var í aðalhlutverki í sigri Þórs á Skallagrími í Dominos-deild karla í körfubolta í gær en miðherjinn stóri og stæðilegi var með 24 stig og 12 fráköst í 110-91 sigri. Körfubolti 26. nóvember 2013 12:15
„Vil sýna að ég er besti miðherji deildarinnar“ Miðherjinn Ragnar Nathanaelsson var kokhraustur eftir sigur Þórs úr Þorlákshöfn á Skallagrími í Dominos's-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 25. nóvember 2013 23:49
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Skallagrímur 110-91 | Öruggt í Þorlákshöfn Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu í kvöld afsakplega sannfærandi sigur á Skallagrími úr Borganesi. Bæði lið höfðu fyrir leik kvöldsins tapað þremur síðustu leikjum sínum og voru því með bakið upp við vegg. Þórsarar tóku stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu og létu hana ekki af hendi fyrr en lokaflautið gall. Körfubolti 25. nóvember 2013 14:26
Grindavík skaut KFÍ í kaf Grindvíkingar fóru hamförum á Ísafirði í kvöld og skoruðu 122 stig gegn KFÍ. Ekkert lið hefur skorað meira í einum leik í vetur en Haukarnir áttu stigamet vetrarins sem var 113 stig. Körfubolti 23. nóvember 2013 18:40
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 105-83 | Logi með 41 stig Logi Gunnarsson skoraði 41 stig þegar Njarðvík vann 22 stiga sigur á nýliðum Hauka, 105-83, þegar liðin mættust í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík fór upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri. Körfubolti 22. nóvember 2013 11:45
Þriðji sigur Snæfellinga í röð - úrslit kvöldsins í körfunni Snæfell fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann sextán stiga sigur á nýliðum Vals, 107-91, á heimavelli sínum í Stykkishólmi. Körfubolti 21. nóvember 2013 21:03
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Stjarnan - ÍR 89-61 | Auðvelt hjá Stjörnunni Stjarnan vann öruggan sigur á ÍR 89-61 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld á heimavelli sínum í Ásgarði. Stjarnan var mun betri aðilinn og var leikurinn aldrei spennandi. Körfubolti 21. nóvember 2013 12:18
Elvar á leið til Bandaríkjanna Hinn magnaði leikmaður Njarðvíkur, Elvar Már Friðriksson, er að spila sitt síðasta tímabil fyrir Njarðvík því hann er á leið til Bandaríkjanna í nám næsta haust. Körfubolti 19. nóvember 2013 16:45
Liðið mitt: Sverrir skoraði risann Ragnar á hólm Sverrir Bergmann bauð stærsta leikmanni Dominos-deildarinnar, Ragnari Nathanealssyni, upp í dans í þættinum Liðið mitt á dögunum. Körfubolti 19. nóvember 2013 15:45
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 70-81 | KR-ingar enn taplausir KR sigraði Keflavík í TM-höllinni, 70-81, í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn í Keflavík voru sterkari aðilinn þar til í þriðja leikhluta. Þá setti KR í lás í vörninni og áttu frábæran kafla sem skilaði þessum tveimur punktum í hús. KR er eina taplausa liðið í deildinni með sjö sigra í sjö leikjum eftir þennan leik. Körfubolti 18. nóvember 2013 18:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KFÍ 76-86 | Fyrsti sigur KFÍ í höfn KFÍ vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið lagði ÍR 86-76 í Dominos deild karla í körfubolta í Breiðholti í kvöld. Frábær hitni KFÍ í seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Körfubolti 17. nóvember 2013 18:29
Haukarnir í upp í fimmta sætið Nýliðar Hauka halda áfram að gera góða hluti í Dominos-deild karla í körfubolta en liðið vann sex stiga sigur á KFÍ í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld, 73-67. Haukarnir hafa unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og eru í fimmta sæti deildarinnar. Körfubolti 15. nóvember 2013 19:58
Tók 24 fráköst en var samt ekki frákastahæstur í liðinu Valsmennirnir Birgir Björn Pétursson og Chris Woods voru í miklum ham í gærkvöldi þegar Valsliðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Valur vann þá 97-89 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í sjöttu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 15. nóvember 2013 15:30
Liðið mitt: Sverrir svitnar í Þorlákshöfn Þátturinn Liðið mitt er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. Að þessu sinni tekur Sverrir Bergmann hús á Þórsurum í Þorlákshöfn. Körfubolti 15. nóvember 2013 11:07
Fyrsti sigur Valsmanna | Sigrar hjá Keflavík og Snæfell Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn kom í heimsókn. Keflavík lagði Skallagrím og Snæfell vann öruggan útisigur á ÍR. Körfubolti 14. nóvember 2013 21:21
Nýr Kani spilar með Grindavík gegn Stjörnunni í kvöld Allt er þegar þrennt er segir einhvers staðar og það á svo sannarlega við um karlalið Grindavíkur í körfubolta. Körfubolti 14. nóvember 2013 17:06
Elvar á leið til Bandaríkjanna Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla, Njarðvíkingurinn Elvar Friðriksson, mun á morgun halda út til New York. Körfubolti 14. nóvember 2013 13:30
KR fékk Kana frá ÍR Körfuknattleiksdeild KR hefur gert tímabundinn samning við Bandaríkjamanninn Terry Leake jr. Terry hefur leikið með ÍR í upphafi móts en var leystur undan samningi í gær þar sem ÍR-ingar töldu sig þurfa öðruvísi leikmann sem hentaði þeirra þörfum betur. Körfubolti 14. nóvember 2013 11:53
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 87-67 | Öruggt hjá þeim gulklæddu Grindvíkingar unnu sannfærandi 87-67 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. nóvember 2013 11:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 96-72 | Ljónin lentu á vegg í DHL-Höllinni KR-ingar sigruðu Njarðvík, 96-72, í DHL-Höllinni í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Njarðvík átti aldrei möguleika á móti frábæru liði KR sem lék á alls oddi. Körfubolti 14. nóvember 2013 11:01
Fyrsti tapleikurinn í beinni útsendingu? Keflavík og KR mætast í stórleik 7. umferðar Domino's-deildar karla í körfubolta á mánudagskvöldið. Körfubolti 13. nóvember 2013 23:30
Körfuboltaleikjum flýtt vegna landsleiksins Þrátt fyrir að landsleikur Íslands og Króatíu og knattspyrnu verði í brennidepli á föstudag munu fleiri leikir fara fram þann ágæta dag. Körfubolti 12. nóvember 2013 17:15
Elvar með 37 stig í sigri Njarðvíkur í tvíframlengdum leik Njarðvíkingar eru komnir upp í þriðja sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir fimm stiga sigur, 106-101, í frábærum tvíframlengdum leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 10. nóvember 2013 21:20