Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Á­fall fyrir botn­lið Þróttar

    Sierra Marie Lelli, leikmaður botnliðs Þróttar Reykjavíkur í Bestu deildar kvenna í fótbolta, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla sem hún varð fyrir í æfingaleik gegn U-23 ára landsliði Íslands.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Við vorum ekki að fara spila fót­bolta hérna“

    Nik Chamberlain, þjálfari toppliðs Breiðabliks, var ánægður með 3-0 sigur gegn Þór/KA fyrir norðan í dag en segir aðstæður hafa verið erfiðar en spilað var á VÍS-vellinum sem hefur náttúrulegt gras og hefur mátt þola snjókomu alla vikuna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Verður að virða myrkraöfl knattspyrnunnar“

    John Andrews, þjálfari Víkings, var ósáttur við tap sinna kvenna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna en kvaðst þó ánægður með frammistöðuna. Hann biðlar til leikmanna sinna virða myrkaöfl knattspyrnunnar, þegar andstæðingurinn reynir að hægja á leiknum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Ekkert smá sætt“

    Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, var að vonum sátt eftir fyrsta sigur liðsins í Bestu deildinni í sumar. Í dag lögðu Keflvíkinga Þróttara að velli, 1-0.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Hefðum getað gert þetta enn­þá ljótara á töflunni”

    Þór/KA vann 5-0 stórsigur á Tindastóli í bestu deild kvenna fyrr í kvöld eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var mjög ánægður með leik síns liðs og þá sérstaklega spilamennskuna í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum.

    Fótbolti