Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Sorg og ó­vissa en ljós við enda ganganna

    Aron Elís Þrándarson varð fyrir miklu áfalli þegar tímabili hans í fótboltanum lauk strax í fyrsta leik. Hann er enn að jafna sig á mesta sjokkinu og ná sáttum við það að hann spili ekki fótbolta fyrr en á næsta ári.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Aron í tveggja leikja bann

    Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stúkan segir ekki rautt og fram­kvæmda­stjórinn æfur: „Má leggja hana niður“

    Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Bæði svekktur en líka stoltur“

    Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, segist vera bæði svekktur og stoltur eftir tap liðsins gegn Víking nú í kvöld. ÍBV varðist fimleg í fyrri hálfleik en fékk á sig mark snemma í seinni hálfleik og svo annað þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Ég tek þetta bara á mig“

    Böðvar Böðvarsson tók ábyrgð á 2-1 tapi FH gegn Stjörnunni í kvöld. Fyrirliðinn átti slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar, rétt eftir fyrra markið sem Böðvar efast um að hafi átt að standa, en hann trúir og treystir ákvörðun línuvarðarins með það.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum

    Stjarnan tók á móti FH og fór með 2-1 sigur úr fyrstu umferð Bestu deildar karla. Stjörnumenn skoruðu tvö mörk með skömmu millibili um miðjan seinni hálfleik en annað þeirra hefði líklega ekki átt að standa. Eftir vel heppnaðar skiptingar minnkuðu FH-ingar muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma, en tókst ekki að jafna í uppbótartímanum.

    Íslenski boltinn