Jónas minn Jónas Hallgrímsson á afmæli í dag og hefði orðið 200 ára hefði hann lifað. Íslendingar eiga Jónasi margt að þakka. Bakþankar 16. nóvember 2007 00:01
Það fegursta í heimi Ég er neytandi. Ég lifi á frábærasta tímabili veraldarsögunnar. Ég er örsmátt tannhjól í sældarríkismaskínu Vesturlanda. Bakþankar 15. nóvember 2007 00:01
Myrkraverk Eftir því sem myrkur árstíðarinnar magnast, því dapurlegri verður þjóðfélagsumræðan. Bakþankar 14. nóvember 2007 00:01
Út í sjoppu Hver æjar? Hver veinar? Hver á í deilum? Hver kvartar? Hver fær sár að þarflausu? Hver rauð augu? Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum. Bakþankar 13. nóvember 2007 10:38
Barnagull Eftir að hafa drepið tímann með nöguðum húsdýrabeinum í meira en þúsund ár stendur íslenskum börnum til boða að eignast alvöruleikföng. Heimskunnar barnamenningarstofnanir eins og Toys ‘R Us (Leikföng ‘rum við) og Just4Kids (Bara fyrir börn) hafa loksins sett upp útibú hérna á skerinu. Fram á síðustu öld þekktist ekki afþreying handa börnum á Íslandi nema einhvers konar hreyfing sem útheimti líkamlega fyrirhöfn og óþarfa fitubrennslu ef undan eru skilin upptrekkt leikföng eins og spiladósir handa heldri manna börnum. Bakþankar 12. nóvember 2007 00:01
Óendanlegur ósennileiki tilverunnar Tilvist Guðs verður hvorki sönnuð né afsönnuð með rökum. Það er fullreynt. Sannfærðustu trúmenn hafa ekki getað kveðið efasemdarraddir endanlega í kútinn og hörðustu trúleysingjar hafa þurft að sætta sig við þá niðurstöðu að Guð sé „kannski til“. Að vísu kjósa þeir yfirleitt orðalagið að hann sé „næstum því örugglega ekki til“, sem er auðvitað það sama. Tilvist Guðs brýtur m. ö. o. ekki í bága við grundvallarlögmál rökfræðinnar, hún er bara óendanlega ósennileg. Bakþankar 11. nóvember 2007 00:01
Sögur eru dýrmætar Sjaldan hefur jólabókaflóðið farið af stað með öðrum eins látum og nú í ár. Fyrst rak nýja Biblíuþýðingu á fjörur þjóðarinnar. Á meðan sumir fögnuðu henni stóð það í öðrum að hið heilaga orð væri ekki heilagra en svo að mætti skipta stöku hugtökum út fyrir önnur nútímalegri. Það getur greinilega verið sárt að mega ekki tala lengur um „kynvillinga“ eða hvað það nú var sem einstaka presti finnst svona mikill missir að. Bakþankar 10. nóvember 2007 00:01
Loppur á lyklaborðinu Ýmsir spekingar hafa haldið því fram að það sé tungumálið sem greinir mennina frá dýrunum. Ég held það hljóti að vera á misskilningi byggt. Ég hef nefnilega komist að því að íslensk gæludýr eru ákaflega vel máli farin. Um það vitnar fjöldi heimasíðna á veraldarvefnum þar sem íslensk dýr af ýmsum tegundum blogga um reynslu sína og tilfinningar. Bakþankar 9. nóvember 2007 00:01
Að sigra 101 Fólk af landsbyggðinni er mikið skemmtilegra en það sem kemur úr bænum." Þessi fullyrðing hrökk upp úr samstarfsmanni mínum í hádegishléi fyrir skemmstu. Bakþankar 7. nóvember 2007 00:01
Frakkar, frelsið og áfengið Hugmyndir manna um "frelsi" eru ákaflega mismunandi. Íslensk orðabók handa skólum og almenningi segir að frelsi sé "sjálfstæði, frjálsræði" sem bendir til þess að Íslendingar haldi að frelsi sé sjálfsagður hlutur sem hvorki þurfi að skilja né skilgreina. Orðabók Cambridge-háskóla kafar aðeins dýpra og segir að frelsi sé "réttur til að geta eða mega segja, hugsa o.s.frv. hvað sem þú vilt, án eftirlits eða takmarkana". Bakþankar 5. nóvember 2007 00:01
Billjónsdagbók 4.11. OMXI15 var 8.001,60, þegar síminn vakti mig skelþunnan í eksklúsífu svítunni á Hôtel Hermitage í Mónakó, og Dow Jones var 13.930,01 þegar ég heyrði í gegnum höfuðkvalirnar að Iwaunt Moore var að hringja frá útrásarstöðinni sem við fengum Össur til að opna í Sungaipakning gegn því að við redduðum samruna á milli Össurar og Susilo Bambang Yudhoyono yfir bolla af te. Mér leið eins og verðkönnunarkjöti; mér var svo flökurt í símanum. Bakþankar 4. nóvember 2007 00:01
Bókabrennur Umræða um endurútgáfu bókarinnar Tíu litlir negrastrákar með teikningum eftir Mugg er svolítið athyglisverð. Mér finnst sjálfum fullkomlega ástæðulaust að endurútgefa þessa bók, hún má kjurr liggja, einkum og sér í lagi í ljósi þess að hún á sér rætur í dálítið viðurstyggilegri hugmyndafræði, alveg burtséð frá því hvað teikningarnar kunna að vera kjút og rímið snjallt. Bakþankar 3. nóvember 2007 00:01
Nokkur framfaramál Út er komin hin klassíska barnabók Tíu litlar skipamellur eftir Metúsalem frá Munaðarnesi, eitt ástælasta skáld þjóðarinnar. Bakþankar 2. nóvember 2007 00:01
Hnignun frábærleikans Gengi íslenska landsliðsins í fótbolta er svartur blettur á andlegri sigurgöngu Íslands. Allir þessir tapleikir – og þá sérstaklega afhroðið gegn Liechtenstein – hafa dregið landsmenn niður, nánast aftur í moldarkofana. Bakþankar 1. nóvember 2007 00:01
Dálítil hugvekja Litlu hugvekjurnar sem birtast þegar síst varir eru stundum nógu góðar til að halda upp á sannleikann sem í þeim felst. Bakþankar 31. október 2007 00:01
Illmenni og kýr Íslenska landnámskýrin er eins og þjóðin. Lítil, krúttleg og afskaplega dugleg. Hún kom með forfeðrum okkar til landsins í opnum bát yfir Atlantshafið. Bakþankar 30. október 2007 00:01
Háir og lágir – bókstaflega! Oliver Curry framtíðarrýnir við Hagfræðiskóla Lundúna spáir því að mannkynið nái hátindi um næstu árþúsundamót. Bakþankar 29. október 2007 06:00
Sannleikurinn mun gjöra yður frávita Nokkur styr hefur staðið um nýja biblíuþýðingu, eins og við var að búast, enda hefði annað verið algjört nýmæli í sögu þeirra. Núna muna að vísu fæstir eftir látunum í kringum fyrri þýðingar og sömuleiðis verður uppnámið núna flestum gleymt þegar sú næsta leysir þessa af hólmi. Bakþankar 28. október 2007 00:01
Blóm hins illa Síðustu helgi fóru fjölmiðlar mikinn í umfjöllun um þann kvitt að knattspyrnukonur hefðu tekið sig saman um að kjósa ekki Margréti Láru Viðarsdóttur úr Val Leikmann ársins. Bakþankar 27. október 2007 00:01
Sæl eru einföld Þegar ég fæddist var símanúmerið heima hjá mér þrjár stuttar. Mér finnst ég háöldruð þegar ég hugsa til þess og skammast mín næstum fyrir að segja frá þessu. Núna, rúmum aldarfjórðungi síðar, er enginn átta ára krakki maður með mönnum nema hann eigi GSM-síma af þriðju kynslóð farsíma. Enginn léti bjóða sér upp á að tala í síma sem nágrannarnir gætu hlerað. Bakþankar 26. október 2007 00:01
Vilji Guðs Af því það sem blasir við er svo niðurdrepandi eitthvað – að við séum aðeins örverur sem hringsnúast á jarðarkúlu í lífvana svartnætti í algjöru tilgangsleysi og næsta líf í mesta lagi í milljón ljósára fjarlægð, og þá kannski bara í formi slíms – hefur meirihluti jarðarbúa sammælst um að það hljóti bara að vera eitthvað meira, og jafnvel einhver æðri tilgangur með þessu basli öllu. Bakþankar 25. október 2007 00:01
Krossar að bera Mikið skil ég málaferli amerísku hjónanna gegn blómasalanum sem sá um skreytingarnar í brúðkaupinu þeirra. Kvikindið notaði blóm í vitlausum lit og rukkaði svakalega í þokkabót. Þetta olli parinu vitaskuld miklu hugarangri og sálarkvöl, það er harðneskjulegt að þurfa að lufsast í hjónaband með hjálitan blómvönd. Bakþankar 24. október 2007 00:01
Í eilífðinni Líklega er það flughræðslan sem fær mig til að hugsa um guð og dauðann á ferðalögum. Eftir flugtak gríp ég iðulega Moggann, fletti upp í minningargreinum og velti fyrir mér hvernig slík grein yrði væri hún skrifuð um andlát mitt. Bakþankar 23. október 2007 00:01
Hinn „þögli“ meirihluti Íslenska þjóðin skiptist í tvennt; minnihluta og þöglan meirihluta. Í þögla meirihlutanum sem rúmlega 60 prósent þjóðarinnar tilheyra eru kommúnistar, laumukommúnistar, kratadindlar, græningjar, eyðingaröfl, hommar, mussukerlingar, femmur og trukkalessur – auk framsóknarhyskis sem skiptist í jarðálfa í framsóknarfjósum og samviskulausa mafíósa sem lifa eins og rottur í holræsakerfi sérhagsmuna. Bakþankar 22. október 2007 00:01
Billjónsdagbók 21.10 OMXI15 var 8.468,06, þegar ég gáði í morgun hvort ég hefði misst kaupréttarsamninginn undir hjónarúmið, og Dow Jones var 13.984,80 þegar ég fann allt í einu lengst undir rúminu minnisblaðið sem gamli borgarstjórinn hafði gleymt til 20 ára eftir fundinn með okkur Jóa. Ég fékk líka hóstakast því að gólfið undir rúminu var þakið í óhroða og skúmi eins og þar hefði allt verið á fullu í einkavæðingu. Bakþankar 21. október 2007 12:29
Eigðu góðan dag! Kona sem ég þekki ekki nógu mikið til að hún geti fjölyrt um lyndiseinkunn mína gerði það samt um daginn. Að hennar sögn er mér tamt að benda á það sem bjátar á en leggja aldrei til neinar lausnir. Ljótt ef satt er en hún minntist aftur á móti ekki einu orði á hvað ég ætti að gera í þessu. En í samfélagi sem þarfnast úrbóta er hugarfar sem þetta vissulega löstur. Ég hef því einsett mér að hætta alfarið að einblína á vandamál en hugsa og tala í lausnum. Heildarlausnum ef vel vill til. Bakþankar 19. október 2007 00:01
Alvöru útrás Frá því fyrsta nútímahljómsveit Íslands, Hljómar, kom fram hafa metnaðarfullar hljómsveitir átt í ástar/haturssambandi við klakann. Hér er fæðingardeildin og heimavöllurinn, en Ísland er örmarkaður sem hljómsveitir klára á fyrsta æviskeiði sínu. Ekkert kálar góðri hljómsveit eins hratt og örugglega og að hanga hér í fámenninu spilandi endalaust fyrir sama fólkið. Því hafa popparar verið með meikið á bakvið eyrað frá fyrstu tíð. Bakþankar 18. október 2007 13:50
Náttúrulegt uppeldi Auðveldasta leiðin til að fylla fólk vanmetakennd og óöryggi er í tengslum við uppeldi barnanna. Að minnsta kosti fyrsta barnsins því kæruleysi foreldra hefur tilhneigingu til að aukast í réttu hlutfalli við vaxandi ómegð. Fyrr á tímum þurftu mæður og feður einkum að ákveða hvort þau ættu að berja börnin mikið eða lítið, en nú gefast alls kyns tilefni til valkvíða um uppeldisaðferðir. Bakþankar 17. október 2007 00:01
Sjúkir í sinni Enskukunnátta Íslendinga kemur fyrst og fremst úr afþreyingarmenningu. Eftir að hafa fermst, kyngt oblátu og messuvíni, tók ég utan af gjöfunum sem ég fékk í tilefni dagsins. Bakþankar 16. október 2007 00:01
Ljósberar okkar tíma Stundum fara stórmerkilegar alheimsfréttir fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Tiltölulega fáir vita af eftirtöldum merkisatburðum: "Snoop Dogg sinnir samfélagsstörfum í almenningsgarði", "Upplýst um leyndarmál Erics Clapton í nýrri ævisögu" og "Mel C á sérfæði til að stækka á sér brjóstin". Meira að segja vandaðar frásagnir eins og "Mary krónprinsessu líður eins og einstæðri móður" eða "Britney fær aukinn umgengnisrétt" lenda utanveltu í umræðunni. Bakþankar 15. október 2007 05:30