Þremur gíslum sleppt á Gasaströndinni
Vígamenn Hamas-samtakanna slepptu þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni í morgun. Gíslarnir hafa verið í haldi frá því í október 2023 þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Í staðinn slepptu Ísraelar 369 Palestínumönnum úr fangelsi.