Strætóbílstjórar geti ekki lifað á launum sínum
Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins.