Ísland í dag - Dr. Lára: Matur fyrir unglegri húð!

Lára G. Sigurðardóttir læknir og doktor í læknavísindum hefur rannsakað áhrif ýmissa fæðutegunda á húðina. Virðist heilbrigði og unglegt útlit húðarinnar tengjast beint þeirri fæðu sem við neytum. Lára hefur sjálf reynslu af því hvernig breytt mataræði breytti hennar húð og einnig læknaði ýmsa kvilla hjá henni og hennar fjölskyldu. Vala Matt fór og ræddi við Láru, en hún hefur nú ásamt hinum gríðarlega vinsæla heilsukokki Sollu Eiríks gefið út bók þar sem skoðað er hvaða matur og heilsuréttir eru líklegastir til þess að viðhalda unglegri húð. Og einnig hvaða hráefni má nota til þess að búa til ýmis krem og snyrtivörur heima.

6474
08:23

Vinsælt í flokknum Ísland í dag