Nýr mennta- og barnamálaráðherra setti fund á sviði menntamála
Nýr mennta- og barnamálaráðherra setti í morgun stærsta fund á sviði menntamála sem haldinn hefur verið hér á landi og var það það hans fyrsta embættisverk. Á fundinum koma saman menntamálaráðherrar tuttugu og fimm ríkja sem þykja leiðandi á sviði menntamála, formenn kennarasambanda í þeim löndum og fulltrúar efnahags- og framfarastofnunar Evrópu.