Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri
Börn allt niður í 12 ára geta ferðast ein með íslensku flugfélögunum án þess að flugfélögin hafi afskipti af þeim en mikil fjölgun hefur orðið á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri sem koma hingað til lands. Grunur leikur á mansali í einu tilvikanna.