Solberg segir af sér formennsku
Erna Solberg, formaður norska Hægriflokksins, mun segja af sér formennsku. Þetta sagði hún á blaðamannafundi í dag en tilkynningin kom ekki á óvart í ljósi þess að flokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum, tapaði sex prósentustigum og hlaut rúm fjórtán prósent.