Platan í heild: Huey Lewis & The News - Sports

Huey Lewis & The News er einhver vinsælasta hljómsveitin í Bandaríkjunum á 9. áratugnum og þótt víða væri leitað. Hljómplatan Sports, sem kom út þann 15. september 1983 var algjör stórsmellur. Platan fór á topp plötulistans í Bandaríkjunum og var í heilar 160 vikur samfleytt á Billboard topp 200. Vinsælustu lög plötunnar Heart and Soul, The Heart of Rock and Roll og If This Is It hljóma enn á útvarpsstöðum um allan heim og svo sannarlega líka á Gull Bylgjunni. Bragi Guðmunds spilaði Sports í heild sinni á Gull Bylgjunni.

65
43:45

Vinsælt í flokknum Gull Bylgjan