Mikill læknaskortur er á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Mikill læknaskortur er á Sjúkrahúsinu á Akureyri og dæmi eru um að læknar séu á bakvakt í sautján sólarhringa samfleitt. Mikil óánægja ríkir meðal lækna fyrir norðan með stöðuna en sumir þeirra hafa sagt upp störfum.