Bleeding Volcano: Frumherjar gruggrokksins á Íslandi
Bleeding Volcano: Frumherjar gruggrokksins á Íslandi starfaði í stuttan tíma frá 1990 - 1992. Sveitin var gríðarlega dugleg við tónleikahald og náði að senda frá sér eina plötu "Damcrack" árið 1992 áður en uppúr gaus og liðsmenn héldu hver i sína áttina. Bleeding Volcano hafði mikla sérstöðu í rokksenunni á sínum tíma og kvikaði hvergi frá þeirri stefnu sinni að særa fram dáleiðandi gítarriff, smitandi grúf og grípandi melódíur af miklum og hráum krafti þar til yfir lauk. Einhversstaðar virðist kvikan hafa kraumað þó eldfjallið virtist endanlega kulnað. Fyrir tveimur árum síðan hittust hljómsveitarmeðlimir aftur fyrir tilstilli ungra aðdáenda sinna sem voru að leika lög Bleeding Volcano á tónleikum og má segja að það hafi vakið í þeim löngun til að rifja bessi lög upp sjálfir. Hafa þeir hist af og til síðan og nú langar þeim að spila lögin af Damcrack einu sinni enn fyrir þá sem hafa gaman af. Bleeding Volcano snýr því aftur í Bæjarbíó eftir rúm 30 ár fimmtudaginn 21. mars kl 20:00. Hljómsveit: Villi Goði - söngur, Sigurður Gíslason - Gitar, Guðmundur Þ. Sigurðsson - Bassi, Hallur Ingólfsson - Trommur