Hlustendaverðlaunin 2003

Hlustendaverðlaun FM957 fóru fram við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í fimmta sinn 26. febrúar 2003. Hljómsveitin Írafár var óumdeildur sigurvegari kvöldsins með sjö verðlaun; Birgitta Haukdal var valin söngkona ársins og kynþokkafyllsti popparinn, plata ársins var Allt sem ég sé, lag ársins Ég sjálf, myndband ársins Allt sem ég sé, sveitin var valin vinsælasta hljómsveitin og heimasíðan þeirra irafar.is sú besta. Hljómsveitin Í svörtum fötum fékk tvenn verðlaun; bestir á balli og svo var Jónsi valinn besti söngvarinn. Loks voru Daysleeper valdir nýliðar ársins og Quarashi hipp hopp ársins. Starfsmenn FM957 völdu síðan heiðursverðlaunahafann, Bubba Morthens, og afhenti Davíð Oddsson honum verðlaunin. Pétur Jóhann Sigfússon var kynnir.

18011
2:02:30

Vinsælt í flokknum Hlustendaverðlaunin