EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum
Nýjasti þátturinn af EM í dag var tekinn upp á meðan að stelpurnar okkar æfðu í bakgrunni fyrir stórleikinn við Sviss í Bern annað kvöld. Kubbmót stelpnanna, gleðifréttirnar af Glódísi og bænastund í kirkju voru meðal þess sem farið var yfir í þættinum.