Leitin að peningunum - Kolbeinn Marteinsson
Kolbeinn Marteinsson segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008. Hann stefnir nú á að verða skuldlaus fyrir fimmtugt. Kolbeinn er viðmælandi Gunnars Dofra Ólafssonar í Leitinni að peningunum. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.