Tekst það loks hjá McIlroy?
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús kveðst smeykur um að Rory McIlroy fari á taugum á lokadegi Masters-mótsins í golfi. Sá norður-írski er með tveggja högga forystu fyrir lokahring mótsins og seilist eftir langþráðum sigri.