Fósturfjölskyldur - Hvernig gerist maður fósturforeldri?
Hildur Björk, Guðlaugur og Anna Steinunn sitja í stjórn Félags Fósturforeldra. Í þessum þætti ræða þau hvernig er hægt að gerast fósturforeldri. Þau segja frá sínum sögum og deila ferlinu með hlustendum. Hvernig er að fá félagsráðgjafa heim til að meta heimilið þitt? Þarf meðmælabréf frá vinum og vandamönnum fyrir foreldrahlutverkið? Hvað er pride námskeið? Eða lífsbók? Einlægt og fræðandi samtal sem svarar mörgum mikilvægum spurningum um það að gerast fósturforeldri.