Líkfundur í Hafnarfirði
Karlmaður fannst látinn í tjörn við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar um hádegisbil í dag. Fjölmennt lið lögreglu og annarra viðbragðsaðila var kallað á staðinn og var stórt svæði girt af. Lögreglan vill ekki gefa upplýsingar um dánarorsök en ekki talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.