Rúta með um fjörutíu manns um borð fór út af veginum á Vatnaleið
Rúta með um fjörutíu manns um borð fór út af veginum á Vatnaleið á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rútan á hvolfi. Betur virðist þó hafa farið en á horfðist og voru allir farþegar komnir út úr rútunni um klukkan sex.