Skólastjórnendum brugðið og hafa áhyggjur af tjáningarfrelsi sínu
Skólameisturum er verulega brugðið yfir ákvörðun menntamálaráðherra um að endurnýja ekki skipun Ársæls Guðmundssonar í embætti skólameistara Borgarholtsskóla. Einn þeirra spyr hvort um sé að ræða skilaboð til þeirra um að tjá sig ekki opinberlega um menntamál.