„Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2026 10:34 Þorgils segist vera að upplifa draum sinn og föður síns með því að stíga skrefið til fulls og gerast bardagamaður í Tælandi. úr einkasafni Þorgils Eiður Einarsson atvinnumaður í bardagaíþróttum segist vera að upplifa æskudraum sinn og pabba síns heitins með því að hafa tekið stökkið og flutt til Tælands, þar sem hann er keppnismaður í bardagaíþróttum. Þorgils, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, missti pabba sinn skömmu áður en hann flutti út. Þeir voru báðir miklir áhugamenn um bardagaíþróttir. „Það er eðlilegt að margir skilji ekki af hverju maður vill vinna við að fara inn í búr og taka sénsinn á að meiða sig alvarlega. En ég er aldrei jafn lifandi eins og þegar ég stíg inn í hringinn til að keppa. Ég fæ algjöran frið í hausnum þegar ég er að æfa og keppa og undirbúa mig undir keppnisbardaga. Ég upplifi að ég nái að vera alveg í augnablikinu og þessar raddir aftan í hausnum á manni þagna alveg.“ Undirbúningurinn skiptir öllu Þorgils segist þurfa algjöra einbeitingu eigi þetta að ganga upp. „Ég hef lent í því að leyfa hausnum á mér að taka yfir í bardaga og þá var ég bara laminn í klessu. Þetta er mjög góð leið til að læra á sjálfan sig sem svo skilar sér út í daglegt líf. Ég nota bardagaíþróttirnar til að verða betri manneskja og koma betur fram við fólkið í kringum mig.“ Þorgils, sem nú undirbýr sig fyrir bardaga, æfir í marga klukkutíma á hverjum einasta degi. Hann segist ekki skilja hvernig hægt er að lifa til fullnustu ef hann fari ekki langt út fyrir þægindaramma og setji sig í aðstæður sem gera sig hræddan. „Þegar ég er að undirbúa mig undir bardaga er ég að æfa minnst 4 klukkutíma á dag og æfingafélagar mínir eru gjörsamlega að reyna að ganga frá mér. Ég þarf að passa upp á mataræðið, hvílast og hugsa út í öll smáatriði. Maður fer í gegnum allan tilfinningaskalann í undirbúningi fyrir bardaga.“ Þorgils segir sig verkja um allan skrokk en hann þurfi samt að halda áfram, að öðrum kosti gangi þetta ekki upp. „Bardaginn sjálfur er í raun bara berið á kökuna, undirbúningurinn er það sem er erfiðast. Vellíðanin sem fylgir því að hafa gjörsamlega gefið sig allan í eitthvað er svo stórkostleg að það er erfitt að lýsa því. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig en ég trúi því að ef maður fer ekki sjálfviljugur inn í erfiðar aðstæður aftur og aftur, þá muni hausinn á manni byrja að búa til vandamál.“ Íþróttin forðaði honum frá því að lenda á refilstigum Að sögn Þorgils erum við nú uppi á tímum þar sem allt er auðvelt og þægindin mikil. Maðurinn sé ekki hannaður fyrir þetta og þegar lífið verði of auðvelt fari hausinn hreinlega að skapa kvíða, ofhugsanir og annars konar erfiðleika. Bardagaíþróttir hafi á ákveðinn hátt bjargað sér. Hann passaði ekki inn í skólakerfið og segist eflaust hefði getað lent á rangri braut ef hann hefði ekki haft farveg til að setja orkuna í. „Ég er 100 prósent einn af þessum strákum sem hefðu getað endað á mjög slæmum stað ef ég hefði ekki haft íþróttir. Ég var rosalega reiður krakki, þunglyndur um tíma og fleira í þeim dúr. Það var um tíma drykkja á heimilinu þegar ég var barn og svo skildu mamma og pabbi og það fór illa í mig.“ Rígur milli foreldranna fór ekki vel í hann. „Ég var lengi vel mjög reiður og lítill í mér og það var bæði erfitt að vera heima og í skólanum. Ef það væri ekki fyrir bardagaíþróttir væri ég alveg örugglega ekki á góðum stað í dag. Ekkert hefur kennt mér meira á sjálfan mig en bardagaíþróttir.“ Það var ekki fyrr en Þorgils komst í kynni við þær að hann öðlaðist sjálfstraust, fann öryggi, fékk útrás og fór að skilja sjálfan sig betur. Hann segist vera að heiðra minningu pabba síns með því að láta drauminn um að flytja út og keppa rætast. „Pabbi dó stuttu áður en ég fór út. Ég var búinn að kaupa miðann út og vissi ekki hvort ég yrði þarna lengi. En við höfðum oft rætt þetta saman, ég og pabbi. Hann var í tækvondo og við horfðum saman á Bruce Lee þegar ég var krakki. Við vorum mjög nánir þegar ég var krakki og við ræddum oft saman um það hvað það væri frábært að fá að fara til Kína að æfa með munkum eða til Tælands að æfa Muay Thai. Hvað það yrði klikkað að fá að upplifa það.“ Er að lifa sameiginlegan draum þeirra feðga Þannig að þegar Þorgils fór út fannst honum hann vera að láta reyna á draum þeirra feðga. „Ef mér hefði verið sagt sem krakka að ég ætti eftir að berjast á stærsta sviðinu í Tælandi hefði ég ekki trúað því. Það hjálpaði mér bæði að ákveða að fara út og að vera áfram úti að vita að pabbi hefði viljað það. Hann hefði snúið sér við í gröfinni ef ég hefði hætt við.” Þorgils býr, æfir og keppir í Tælandi. Það var upphaflega alls ekki hugmyndin að flytja þangað en heimsókn þjálfara hans til Íslands í miðjum kórónuveirufaraldrinum varð til þess að hann fékk tækifæri til að stunda Muay Thai í Taílandi. „Pascal (Schroth) var með námskeið í stöðinni þar sem ég æfði áður en öllu var skellt í lás. Hann er tífaldur heimsmeistari í Kick-boxi og eiginkonan hans er hálf-íslensk, þannig að þau komu hingað í heimsfaraldrinum. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Þar varð ég aðalæfingafélagi hans og í kjölfarið tók ég nokkra bardaga og sigraði alla með rothöggi. Þá fór boltinn að rúlla og ég fékk tilboð um að berjast í Rajadamnern, sem er sögufræg höll sem allir í Muay Thai vita hver er.“ Kann vel við sig í Tælandi Þorgils varð fyrstur Íslendinga til að stíga inn í þann fræga hring og keppa þar. Eftir þann viðburð opnuðust fleiri dyr varðandi auglýsingasamninga og tilboð um bardaga og það gerði Þorgilsi kleift að halda þessum draumi áfram. Þorgils þjálfar á eynni Koh Phangan í Suður-Tælandi, þar sem hann dvelur stóran hluta ársins: „Það er auðvitað mun ódýrara að lifa í Tælandi og svo kem ég reglulega heim til Íslands og er þá duglegur að vinna og afraksturinn af því endist vel þarna úti. Ég er skynsamur og lifi spart. Svo er lífið miklu hægara í hitanum og minna kapphlaup um að eiga hluti. Ég kann virkilega vel við mig í Tælandi. Fólkið er glatt, það er lítið stress og lífsgæðin eru almennt mikil. Þannig að ég er bara virkilega þakklátur að fá að vinna við það sem ég elska og búa í landi sem mér líður svona vel í.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Þorgils og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Taíland MMA Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Þorgils, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, missti pabba sinn skömmu áður en hann flutti út. Þeir voru báðir miklir áhugamenn um bardagaíþróttir. „Það er eðlilegt að margir skilji ekki af hverju maður vill vinna við að fara inn í búr og taka sénsinn á að meiða sig alvarlega. En ég er aldrei jafn lifandi eins og þegar ég stíg inn í hringinn til að keppa. Ég fæ algjöran frið í hausnum þegar ég er að æfa og keppa og undirbúa mig undir keppnisbardaga. Ég upplifi að ég nái að vera alveg í augnablikinu og þessar raddir aftan í hausnum á manni þagna alveg.“ Undirbúningurinn skiptir öllu Þorgils segist þurfa algjöra einbeitingu eigi þetta að ganga upp. „Ég hef lent í því að leyfa hausnum á mér að taka yfir í bardaga og þá var ég bara laminn í klessu. Þetta er mjög góð leið til að læra á sjálfan sig sem svo skilar sér út í daglegt líf. Ég nota bardagaíþróttirnar til að verða betri manneskja og koma betur fram við fólkið í kringum mig.“ Þorgils, sem nú undirbýr sig fyrir bardaga, æfir í marga klukkutíma á hverjum einasta degi. Hann segist ekki skilja hvernig hægt er að lifa til fullnustu ef hann fari ekki langt út fyrir þægindaramma og setji sig í aðstæður sem gera sig hræddan. „Þegar ég er að undirbúa mig undir bardaga er ég að æfa minnst 4 klukkutíma á dag og æfingafélagar mínir eru gjörsamlega að reyna að ganga frá mér. Ég þarf að passa upp á mataræðið, hvílast og hugsa út í öll smáatriði. Maður fer í gegnum allan tilfinningaskalann í undirbúningi fyrir bardaga.“ Þorgils segir sig verkja um allan skrokk en hann þurfi samt að halda áfram, að öðrum kosti gangi þetta ekki upp. „Bardaginn sjálfur er í raun bara berið á kökuna, undirbúningurinn er það sem er erfiðast. Vellíðanin sem fylgir því að hafa gjörsamlega gefið sig allan í eitthvað er svo stórkostleg að það er erfitt að lýsa því. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig en ég trúi því að ef maður fer ekki sjálfviljugur inn í erfiðar aðstæður aftur og aftur, þá muni hausinn á manni byrja að búa til vandamál.“ Íþróttin forðaði honum frá því að lenda á refilstigum Að sögn Þorgils erum við nú uppi á tímum þar sem allt er auðvelt og þægindin mikil. Maðurinn sé ekki hannaður fyrir þetta og þegar lífið verði of auðvelt fari hausinn hreinlega að skapa kvíða, ofhugsanir og annars konar erfiðleika. Bardagaíþróttir hafi á ákveðinn hátt bjargað sér. Hann passaði ekki inn í skólakerfið og segist eflaust hefði getað lent á rangri braut ef hann hefði ekki haft farveg til að setja orkuna í. „Ég er 100 prósent einn af þessum strákum sem hefðu getað endað á mjög slæmum stað ef ég hefði ekki haft íþróttir. Ég var rosalega reiður krakki, þunglyndur um tíma og fleira í þeim dúr. Það var um tíma drykkja á heimilinu þegar ég var barn og svo skildu mamma og pabbi og það fór illa í mig.“ Rígur milli foreldranna fór ekki vel í hann. „Ég var lengi vel mjög reiður og lítill í mér og það var bæði erfitt að vera heima og í skólanum. Ef það væri ekki fyrir bardagaíþróttir væri ég alveg örugglega ekki á góðum stað í dag. Ekkert hefur kennt mér meira á sjálfan mig en bardagaíþróttir.“ Það var ekki fyrr en Þorgils komst í kynni við þær að hann öðlaðist sjálfstraust, fann öryggi, fékk útrás og fór að skilja sjálfan sig betur. Hann segist vera að heiðra minningu pabba síns með því að láta drauminn um að flytja út og keppa rætast. „Pabbi dó stuttu áður en ég fór út. Ég var búinn að kaupa miðann út og vissi ekki hvort ég yrði þarna lengi. En við höfðum oft rætt þetta saman, ég og pabbi. Hann var í tækvondo og við horfðum saman á Bruce Lee þegar ég var krakki. Við vorum mjög nánir þegar ég var krakki og við ræddum oft saman um það hvað það væri frábært að fá að fara til Kína að æfa með munkum eða til Tælands að æfa Muay Thai. Hvað það yrði klikkað að fá að upplifa það.“ Er að lifa sameiginlegan draum þeirra feðga Þannig að þegar Þorgils fór út fannst honum hann vera að láta reyna á draum þeirra feðga. „Ef mér hefði verið sagt sem krakka að ég ætti eftir að berjast á stærsta sviðinu í Tælandi hefði ég ekki trúað því. Það hjálpaði mér bæði að ákveða að fara út og að vera áfram úti að vita að pabbi hefði viljað það. Hann hefði snúið sér við í gröfinni ef ég hefði hætt við.” Þorgils býr, æfir og keppir í Tælandi. Það var upphaflega alls ekki hugmyndin að flytja þangað en heimsókn þjálfara hans til Íslands í miðjum kórónuveirufaraldrinum varð til þess að hann fékk tækifæri til að stunda Muay Thai í Taílandi. „Pascal (Schroth) var með námskeið í stöðinni þar sem ég æfði áður en öllu var skellt í lás. Hann er tífaldur heimsmeistari í Kick-boxi og eiginkonan hans er hálf-íslensk, þannig að þau komu hingað í heimsfaraldrinum. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Þar varð ég aðalæfingafélagi hans og í kjölfarið tók ég nokkra bardaga og sigraði alla með rothöggi. Þá fór boltinn að rúlla og ég fékk tilboð um að berjast í Rajadamnern, sem er sögufræg höll sem allir í Muay Thai vita hver er.“ Kann vel við sig í Tælandi Þorgils varð fyrstur Íslendinga til að stíga inn í þann fræga hring og keppa þar. Eftir þann viðburð opnuðust fleiri dyr varðandi auglýsingasamninga og tilboð um bardaga og það gerði Þorgilsi kleift að halda þessum draumi áfram. Þorgils þjálfar á eynni Koh Phangan í Suður-Tælandi, þar sem hann dvelur stóran hluta ársins: „Það er auðvitað mun ódýrara að lifa í Tælandi og svo kem ég reglulega heim til Íslands og er þá duglegur að vinna og afraksturinn af því endist vel þarna úti. Ég er skynsamur og lifi spart. Svo er lífið miklu hægara í hitanum og minna kapphlaup um að eiga hluti. Ég kann virkilega vel við mig í Tælandi. Fólkið er glatt, það er lítið stress og lífsgæðin eru almennt mikil. Þannig að ég er bara virkilega þakklátur að fá að vinna við það sem ég elska og búa í landi sem mér líður svona vel í.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Þorgils og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Taíland MMA Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“