Erlent

Bein út­sending: Trump kynnir friðarráðið

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump á sviði í Davos í morgun.
Donald Trump á sviði í Davos í morgun. AP/Evan Vucci

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kynna svokallaða friðarráð sitt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í dag. Ráð þetta þykir nokkuð umdeilt en það átti upprunalega að halda utan um málefni Gasastrandarinnar. Nú er útlit fyrir að Trump vilji að það leysi Sameinuðu þjóðirnar af hólmi.

Miklar efasemdir eru uppi um friðarráð Trumps og sérstaklega, að virðist, í Evrópu, en ráðamenn fárra Evrópuríkja virðast tilbúnir til að ganga til liðs við ráðið.

Kynningin hófst klukkan rétt rúmlega tíu og má sjá hana í beinni útsendingu hér að neðan.

Fréttin verður uppfærð.

Hugmyndin um friðarráðið stakk fyrst upp kollinum í tuttugu liða friðaráætlun Trump-liða varðandi átökin á Gasaströndinni en sú áætlun fékk stuðning öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Síðan þá hefur hugmyndin undið upp á sig og hefur Trump talað um að ráðið eigi að koma að því að stuðla að friði í heiminum. Fyrr í vikunni var hann spurður hvort hann sæi fyrir sér að friðarráðið ætti að leysa Sameinuðu þjóðirnar af hólmi sagði hann að svo gæti vel farið.

Hann gagnrýndi Sameinuðu þjóðirnar, eins og hann hefur lengi gert.

Beðið eftir kynningu friðarráðs Trumps í Davos.AP/Markus Schreiber

Starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu segjast eiga von á því að þrjátíu ríki gangi til liðs við friðarráðið og að um fimmtíu hafi verið boðið sæti.

Samkvæmt AP fréttaveitunni er vitað til þess að ráðamenn í Argentínu, Armeníu, Aserbaídsjan, Barein, Belarús, Egyptalandi, Ungverjalandi, Indónesíu, Jórdaníu, Kasakstan, Kósóvó, Marokkó, Pakistan, Katar, Sádi-Arabíu, Tyrklandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Úsbekistan og Víetnam, hafi samþykkt að taka þátt í friðarráðinu.

Önnur ríki sem vitað er að hafa fengið boð í ráðið eru Frakkland, Noregur, Slóvenía, Svíþjóð, Bretland, Kambódía, Kína, Króatía, Þýskaland, Ítalía, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Paragvæ, Rússland, Singapúr og Úkraína.

Fór um víðan völl í ræðu sinni

Í ræðu sem hann hélt áður en skrifað var undir stofnsáttmála friðarráðsins fór Trump um víðan völl. Hann talaði um hvað leiðtogarnir sem tóku þátt í athöfninni væru vinsælir heima fyrir, flestir. Sumir væru það ekki en þannig væri lífið.

Trump talaði um það hvernig heimurinn væri mun öruggari og ríkari eftir að hann varð aftur forseti og kvartaði yfir því að kosningunum 2020 hefði verið stolið af honum með umfangsmiklu svindli, eins og hann hefur ítrekað gert áður. Það gerði hann einnig í ræðu sinni í Davos í gær.

Þá stærði hann sig af því að hafa bundið enda á átta stríð, sem hann hefur ekki gert. Hann sagðist einnig eiga von á því að binda enda á níunda stríðið, stríðið milli Rússlands og Úkraínu, innan skamms.

Trump talaði því næst um þær árásir sem hann hefði látið gera víðsvegar um heiminn, hótaði leiðtogum Hamas og Íran, og gagnrýndi ráðamann á Spáni fyrir að verja ekki meira til varnarmála.


Tengdar fréttir

Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins.

Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“

„Ég held að það sem að fólk hafi aðallega verið að ræða um eftir þessa ræðu er þessi ruglingur með Ísland og Grænland. Og hvort hann sé að meina Grænland þegar hann segir Ísland eða hvort að Ísland þurfi að hafa áhyggjur af því sem hann er að segja. Ég held að það sé ekki alveg á hreinu.“ 

Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands.

Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“

Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, lýsti breyttri heimsskipan og biðlaði til ríkja, annarra en stórvelda, að taka þátt í að veita stórveldapólitík mótvægi og taka þátt í mótun nýs heimsskipulags. Hann varar við því að heimurinn sé staddur í miðjum umbrotum þar sem stórveldi hafi vopnavætt viðskipti og tolla og misnoti efnahagslega innviði sem kúgunartæki. Minni og meðalstór ríki þurfi að sýna mótvægi við stórveldapólitík og boða breytta heimsskipan sem byggi á öðrum gildum.

Fyrsta árinu af fjórum lokið

Ár er nú liðið frá því Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á á þessu ári enda mættu Trump og hans fólk mun undirbúnara í Hvíta húsið en á hans fyrra kjörtímabili. Strax á fyrsta degi var ríkisstjórnin sett í fimmta gír og þar hefur hún að mestu verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×