Veður

Víða rigning og kólnar í veðri

Atli Ísleifsson skrifar
Það mun kólna heldur í veðri og verður hiti núll til fimm stig í kvöld.
Það mun kólna heldur í veðri og verður hiti núll til fimm stig í kvöld. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlægri átt í dag þar sem verður allvíða átta til fimmtán metrar á sekúndu.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði rigning á norðan- og austanverðu landinu, en skúrir eða él sunnantil.

Það mun létta til norðanlands eftir hádegi og austantil undir kvöld.

Kólnar heldur í veðri og hiti núll til fimm stig í kvöld.

„Á morgun verður austlæg átt 5-13 m/s. Skúrir eða él sunnantil, en léttskýjað að mestu fyrir norðan. Snjókoma eða slydda á austanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norðurlandi undir kvöld. Léttir til í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Vaxandi austanátt á miðvikudag, 10-18 m/s seinnipartinn. Skúrir, einkum suðaustantil og hiti 3 til 8 stig. Þurrt að kalla á norðan- og norðvestanlands og hiti þar nálægt frostmarki,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austan og suðaustan 5-10 m/s og él eða skúrir, hiti 0 til 5 stig. Hægari og yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu með vægu frosti. Rigning eða slydda á Suðausturlandi og Austfjörðum seinnipartinn, en þurrt að mestu í öðrum landshlutum.

Á miðvikudag: Hægt vaxandi austanátt, 8-15 seinnipartinn. Rigning eða slydda af og til sunnan- og austanlands, annars yfirleitt þurrt í veðri. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost norðvestantil á landinu.

Á fimmtudag: Austan 10-15, en 15-20 við suðurströndina. Rigning með köflum sunnan- og austantil og á Vestfjörðum, annars þurrt. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag og laugardag: Austlæg átt. Lítilsháttar skúrir eða él á austanverðu landinu, en bjartviðri vestantil. Hiti kringum frostmark að deginum.

Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt. Bjart með köflum og sums staðar dálítil él, en léttskýjað og þurrt á vestanverðu landinu. Frost 0 til 7 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×