Enski boltinn

Á­fall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúben Dias verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla aftan í læri.
Rúben Dias verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla aftan í læri. getty/Marc Atkins

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að portúgalski varnarmaðurinn Rúben Dias verði frá keppni í allt að sex vikur vegna meiðsla aftan í læri.

Dias fór meiddur af velli þegar City gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag.

Á blaðamannafundi í dag staðfesti Guardiola svo að Dias yrði frá í 4-6 vikur.

Josko Gvardiol fór einnig út af vegna meiðsla gegn Chelsea. Hann fótbrotnaði í leiknum og þarf að fara í aðgerð. Þá er John Stones einnig meiddur og City ku horfa til Marcs Guéhi, fyrirliða Crystal Palace, til að leysa mannekluna í miðri vörninni.

Abdukhodir Khusanov og Nathan Aké eru einu heilu miðverðirnir í leikmannahópi City sem eru með teljandi reynslu.

City á fyrir höndum sjö leiki á 22 dögum í fjórum keppnum. Næsti leikur liðsins er gegn Brighton á Etihad í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. City er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig, sex stigum á eftir toppliði Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×