Enski boltinn

Strákurinn fékk VAR í jóla­gjöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ralph Rushie var mjög sáttur með jólagjöfina og alveg með allt á hreinu þegar kom að því að nota VAR.
Ralph Rushie var mjög sáttur með jólagjöfina og alveg með allt á hreinu þegar kom að því að nota VAR. @kate62561

Myndbandsdómgæslan, eða VAR eins og hún er oftast kölluð, er orðin stór hluti af fótboltanum í dag.

Í hverjum leik koma upp atvik þar sem dómarinn fer í skjáinn og oft eru það stór atvik sem er síðan fjallað mikið um dagana á eftir.

Þetta fer ekkert fram hjá ungum knattspyrnumönnum sem vilja herma eftir hetjum sínum. Ekki bara inni á vellinum heldur einnig rétt fyrir utan völlinn líka.

Ungur strákur í Englandi óskaði sér þannig að fá VAR í jólagjöf og sá draumur rættist um þessi jól.

Móðir stráksins, sem heitir Ralph, heldur úti Tik Tok-reikningi undir nafninu Kate Ralph Rushie.

Hún setti inn myndbönd af stráknum sínum, bæði þegar hann uppgötvaði hvað hann var að fá í jólagjöf og svo þegar hann var búinn að setja allt upp úti í garði.

Ralph fékk bréf frá jólasveinunum sem sagði að álfarnir hans hefðu búið til VAR fyrir hann.

Hann fékk ekki aðeins skjáinn heldur heyrnatólin líka. Hér fyrir neðan má sjá strákinn prófa græjuna í fyrsta sinn og hann er greinilega með allt á hreinu.

@kate62561 @Premier League @PREMIER LEAGUE HIGHLIGHTS @Manchester United @manchester united@PGMOL @benjamin sesko ♬ original sound - Kate_Ralph_Rushie



Fleiri fréttir

Sjá meira


×